Skipulags- og umhverfisráð
|
1. 2601-0041 - Skólabraut 33 - Erindi til skipulags- og umhverfisráðs Fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs vegna Skólabrautar 33. Óskað er eftir upplýsingum frá skipulags- og umhverfisráði hvort skipulagsleg, lagaleg eða önnur atriði standi í vegi fyrir því að húsið að Skólabraut 33 verði flutt af lóðinni, með það fyrir augum að annaðhvort selja lóðina eða reisa þar nýja byggingu. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi fellur Skólabraut 33 undir hverfisvernd sem þýðir að ekki er hægt að breyta, fjarlægja eða rífa núverandi húsnæði af lóðinni nema með breytingu á deiliskipulagi. Ef farið verður áfram með málið krefst það ítarlegrar umsóknar og jafnframt umsögn Minjastofnunar en umrætt hús er byggt fyrir 1925.Skipulagsfulltrúa er falið að svara erindinu.
|
|
2. 2601-0074 - Kirkjubraut 4-6 umsókn til skipulagsfulltrúa
Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á Akratorgsreit, í breytingunni felst að færa lóðarmörk Kirkjubrautar 4-6 og Suðurgötu 67 um 4m frá húsvegg Kirkjubraut 4-6 lóðin fer úr 681,9 fm í 711,4 fm, einning verður komið fyrir gluggum á jarðhæð í átt að Suðurgötu 67. Heimilt verður að hafa gistiheimili fyrir 8 herbergi í flokki 2 með aðkomu frá Suðurgötu, frá Kirkjubraut verður að skrifstofu og verslunarhúsnæði. Grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012, frá 07. nóvember til 12. desember fyrir Kirkjubraut 1,2,3,5,6 og Suðurgötu 65,67,68,70,71,72. Engar athugasemdir bárust. Athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjón að breyting verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2012, send Skipulagsstofnun og birt í B-deild stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
|
|
3. 2601-0088 - Smiðjuvellir 17 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
Umsókn lóðarhafa Smiðjuvalla 15 um stækkun á lóð í átt að Akranesvegi. Samkvæmt uppdrætti frá GM Hönnun ehf. dagsettum 12.12.25 felst að núverandi lóð er 7.22,5 fm en verður 8.271,8 fm, heildarstækkun nemur 871,5fm til norðurs. Einning er skilmálum um blíastæði breytt sem heimilar aukin fjölda stæða á lóð. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
|
|
4. 2512-4868 - Ljósastaurar við Voga Flæðilæk
Fyrirspurn um uppsetningu ljósastaura á einkalóð. Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Akraneskaupstaður sér um lýsingar á götum og stígum en ekki innan lóða.
|
Fundi slitið kl. 17:36.
Fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.





