Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

336. fundur 03. nóvember 2025 kl. 17:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Gróa Dagmar Gunnarsdóttir fulltrúi skipulags og umhverfismála
Dagskrá

1.Hestamannafélagið - reiðstígar, húsnæði ofl

2510173

Fulltrúar frá Hestamannafélaginu Dreyra mæta á fundinn til umræðu um reiðstíga og húsnæði hestamannafélagsins.

Stefán Ármannsson og Birkir Snær Guðlaugsson sitja fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fulltrúum Dreyra þeim Stefáni Ármannssyni og Birki Snæ Guðlaugssyni fyrir komuna á fundinn og góðar umræður um málefni félagsins og þau verkefni sem þarf að ráðast í til að bæta öryggi hestamanna á svæðinu. Ráðið mun hafa það til hliðsjónar við gerð fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2026.
Gestir víkja af fundi.

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.

2507075

Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun.

3.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Verkefnaskrá skipulags- og umhverfisráðs lögð fram.
Verkefnaskráin yfirfarin. Skipulags- og umhverfisráð hyggst taka verkefnaskrá aftur fyrir ráðið fyrir áramót.

4.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut

2502161

Kynningarfundur fyrir nýtt deiliskipulag Krikjubrautar var haldinn 13. október 2025. meðfylgjandi er fundargerð og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og umhverfiráð samþykkir fundargerð og felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu í málinu.

5.Vesturgata 131 breyting á þaki - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2503090

Meðfylgjandi er fyrirspurnartillaga að breytingum á einbýlishúsi á lóðinni Vesturgötu 131. Óskað er eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisráðs á fyrirhuguðum breytingum.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í breytinguna.

6.Esjubraut - hraðakstur

2502172

Ítrekaðar ábendingar hafa komið frá íbúum við Esjubraut milli hringtorgs og Vesturgötu um hraða ökutækja á svæðinu og meðfylgjandi slysahættu. Lögð er fram tillaga um uppsetningu 2 hraðabunga í stað hliða og takmörkun hraða við 40 km á milli þeirra.
Skipulags- og mhverfisráð samþykkir að setja 2 hraðabungur í stað núverandi merkinga og takmarka hraða við 40 km milli þeirra.

7.Gangbraut við Heiðarbraut

2510177

Umferðaröryggi við gangbraut á Heiðarbraut tekið til umræðu.
Fyrirhugað er að setja steypta stétt út að akbrautinni á næsa ári. Umhverfisstjóra falið að fylgja málinu eftir.

8.Kirkjubraut 4-6 umsókn til skipulagsfulltrúa

2502214

Umsóknaraðili hefur óskað eftir að breyta umsókn sinni frá síðasta fundi. Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á Akratorgsreit, í breytingunni felst að færa lóðarmörk Kirkjubrautar 4-6 og Suðurgötu 67 um 4m frá húsvegg Kirkjubraut 4-6 lóðin fer úr 681,9 fm í 711,4 fm, einning verður komið fyrir gluggum á jarðhæð í átt að Suðurgötu 67. Heimilt verður að hafa gistiheimili fyrir 8 herbergi í flokki 2 með aðkomu frá Suðurgötu, frá Kirkjubraut verður að skrifstofu og verslunarhúsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Kirkjubraut 1,2,3,5,6 og Suðurgötu 65,67,68,70,71,72.
Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingunni.

9.Suðurgata 50a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2508153

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa vegna breytinga á tvíbýlishúsi við Suðurgötu 50A, núverandi gildandi teikningar eru með tveimur fastanúmerum og einni leigueign. Sótt var um breytingar à húsnæði þannig að úr verði 4 íbúðir, fjögur fastanúmer.

Skipulags og umhverfisráð tók neikvætt í erindið og fól skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

Synjun á var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. október 2025. Samkvæmt ráðleggingu ytri ráðgjafa er lagt til að við skipulags- og umhverfisráð taka málið upp aftur.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00