Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Hestamannafélagið - reiðstígar, húsnæði ofl
2510173
Fulltrúar frá Hestamannafélaginu Dreyra mæta á fundinn til umræðu um reiðstíga og húsnæði hestamannafélagsins.
Stefán Ármannsson og Birkir Snær Guðlaugsson sitja fundinn undir þessum lið.
Stefán Ármannsson og Birkir Snær Guðlaugsson sitja fundinn undir þessum lið.
2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.
2507075
Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar.
Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun.
3.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Verkefnaskrá skipulags- og umhverfisráðs lögð fram.
Verkefnaskráin yfirfarin. Skipulags- og umhverfisráð hyggst taka verkefnaskrá aftur fyrir ráðið fyrir áramót.
4.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut
2502161
Kynningarfundur fyrir nýtt deiliskipulag Krikjubrautar var haldinn 13. október 2025. meðfylgjandi er fundargerð og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og umhverfiráð samþykkir fundargerð og felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu í málinu.
5.Vesturgata 131 breyting á þaki - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2503090
Meðfylgjandi er fyrirspurnartillaga að breytingum á einbýlishúsi á lóðinni Vesturgötu 131. Óskað er eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisráðs á fyrirhuguðum breytingum.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í breytinguna.
6.Esjubraut - hraðakstur
2502172
Ítrekaðar ábendingar hafa komið frá íbúum við Esjubraut milli hringtorgs og Vesturgötu um hraða ökutækja á svæðinu og meðfylgjandi slysahættu. Lögð er fram tillaga um uppsetningu 2 hraðabunga í stað hliða og takmörkun hraða við 40 km á milli þeirra.
Skipulags- og mhverfisráð samþykkir að setja 2 hraðabungur í stað núverandi merkinga og takmarka hraða við 40 km milli þeirra.
7.Gangbraut við Heiðarbraut
2510177
Umferðaröryggi við gangbraut á Heiðarbraut tekið til umræðu.
Fyrirhugað er að setja steypta stétt út að akbrautinni á næsa ári. Umhverfisstjóra falið að fylgja málinu eftir.
8.Kirkjubraut 4-6 umsókn til skipulagsfulltrúa
2502214
Umsóknaraðili hefur óskað eftir að breyta umsókn sinni frá síðasta fundi. Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á Akratorgsreit, í breytingunni felst að færa lóðarmörk Kirkjubrautar 4-6 og Suðurgötu 67 um 4m frá húsvegg Kirkjubraut 4-6 lóðin fer úr 681,9 fm í 711,4 fm, einning verður komið fyrir gluggum á jarðhæð í átt að Suðurgötu 67. Heimilt verður að hafa gistiheimili fyrir 8 herbergi í flokki 2 með aðkomu frá Suðurgötu, frá Kirkjubraut verður að skrifstofu og verslunarhúsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Kirkjubraut 1,2,3,5,6 og Suðurgötu 65,67,68,70,71,72.
Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingunni.
Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingunni.
9.Suðurgata 50a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2508153
Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa vegna breytinga á tvíbýlishúsi við Suðurgötu 50A, núverandi gildandi teikningar eru með tveimur fastanúmerum og einni leigueign. Sótt var um breytingar à húsnæði þannig að úr verði 4 íbúðir, fjögur fastanúmer.
Skipulags og umhverfisráð tók neikvætt í erindið og fól skipulagsfulltrúa að svara erindinu.
Synjun á var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. október 2025. Samkvæmt ráðleggingu ytri ráðgjafa er lagt til að við skipulags- og umhverfisráð taka málið upp aftur.
Skipulags og umhverfisráð tók neikvætt í erindið og fól skipulagsfulltrúa að svara erindinu.
Synjun á var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. október 2025. Samkvæmt ráðleggingu ytri ráðgjafa er lagt til að við skipulags- og umhverfisráð taka málið upp aftur.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Fundi slitið.






Gestir víkja af fundi.