Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

298. fundur 22. maí 2024 kl. 17:00 - 21:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
 • Valgarður Lyngdal Jónsson varamaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Miðbæjarsamtökin Akratorgi

2312030

Fulltrúar frá Miðbæjarsamtökum Akratorgi, Ólafur Páll Gunnarsson og Anna Guðrún Ahlbrecht kynna áhersluatriði samtakanna um að líf færist í miðbæinn.
Kynntar voru áherslur miðbæjarsatakanna til styrktar og eflingu á gamla miðbænum á Akranesi. Sérstök áhersla á aðgerðir sem hægt væri að fara í sem fyrst.
Skipulags- og umhverfisráð vill þakka fulltrúum miðbæjarsamtakanna gott samtal.
Ólafur Páll og Anna Guðrún véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Faxabraut 10 - Faxatorg tillaga

2405085

Lárus Freyr Lárusson, nemi í arkitektúr við LHÍ, kynnir verkefni sitt um uppbyggingu á Faxabraut 10 og nærumhverfi þess.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Lárusi Frey fyrir mjög áhugaverða sýn á svæðið og möguleika í þróun þess.
Lárus Freyr vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Jarðvegstippur - Móttökusvæði jarðefna - Stýrt aðgengi

2311408

Tillaga um aðgengi að móttökusvæði jarðefna í Grjótkelduflóa verði í gegnum stýrt aðgangshlið með rafrænum aðgangslykli.

Samhliða þessu verði gjaldskránni breytt, þannig að greitt verði gjald fyrir hverja losun, og afgreiðslugjald fyrir aðgangslykil.

Lögð fram drög að reglum um aðgengi og losun á móttökusvæðið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu um stýrt aðgengi og breytingu á gjaldskrá. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýjar reglur um aðgengi og losun á móttökusvæðið. Málinu er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afreiðslu.

4.Hreinsun rotþróa

2405212

Nokkur íbúðarhús eru ekki tengd við fráveitukerfi bæjarins og losa fráveituvatn í rotþró á sinni lóð. Til að tryggja að þær séu losaðar reglulega af aðila með starfsleyfi og að ekki berist mengun frá rotþrónum, þá er lagt til að setja reglur um skipulagða hreinsun á 2 ára fresti og álagningu hreinsunargjalds.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu um reglulega hreinsun rotþróa á íbúðarhúsalóðum og gjald sem innheimt verður með árlegri álagningu á viðkomandi fasteignir. Málinu er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

5.Grenndargámar á safnasvæði

2304057

Menningar- og safnanefnd vísar máli varðandi staðsetningu grenndargáma við Byggðasafnið til skipulags- og umhverfisráðs, sbr. meðfylgjandi bókun frá fundi ráðsins 10. maí sl. sem svar við beiðni skipulags- og umhverfisráðs: "Menningar- og safnanefnd þakkar skipulags- og umhverfisráði fyrir að taka málið til skoðunar og hvetur þau til þess að fylgja málinu eftir." Tillaga að staðsetningu gáma sunnan við byggðarsafnið liggur fyrir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna.

6.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Umsókn NH-2 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2, sem unnin eru af Tark arkitektum. Deiliskipulagslýsingin tekur til breytingar á deiliskipulagi Dalbrautarreits. Gert er ráð fyrir byggingu sem stallast frá fjórum og upp í tíu hæðir, ásamt bílakjallara. Skipulagslýsing lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

7.Skógarlundur 4 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2405023

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3A unnin af Nordic fyrir lóðarhafa Skógarlundar 4. Breytingin felst í hækka nýtingarhlutfall á lóð úr 0,39 í 0,48. Breytingin kemur til vegna stækkunar kjallara um 68 fm.
Skipulag- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið. Deiliskipulag hverfisins gerir ekki ráð fyrir kjöllurum og innviðir eru ekki gerðir til að taka við dælingu á grunnvatni sem óhjákvæmilega fylgir kjöllurum undir húsum. Þá er markmið skipulags að stuðla að jafnvægi í vatnsbúskap hverfisins.

8.Ægisbraut 21 leiga á lóð - fyrirspurn

2403033

SF smiðir óska eftir tímabundnum afnotum af svæði bæjarins við hliðina á lóð sinni Ægisbraut 19.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00