Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

268. fundur 05. júní 2023 kl. 17:00 - 22:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
 • Lárus Ársælsson umhverfisstjori
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Inngangur - skipulags- og umhverfissvið 2023

2305247

Ívar Pálsson lögfræðingur heldur kynningu um skipulagsmál.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ívari Pálssyni lögmanni fyrir greinargóða kynningu.

Ívar Pálsson, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Steinar Adolfsson sviðsstjóri fjármálasviðs véku af fundi eftir þennan lið.

2.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri kynnti nýtt samkomulag um framkvæmdir á grunnskólalóðum. Breytingar voru gerðar á umfangi verksins. Í framhaldi af því var samið við Bergþór ehf. um framkvæmdir á grunnskólalóðum, að upphæð kr.13.656.500 kr. m. vsk. Auk þess verða keypt leiktæki fyrir Grundaskóla og Brekkubæjarskóla fyrir kr. 26.500.000 m.vsk.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að semja við Bergþór ehf.um framkvæmdir á grunnskólalóðum.

3.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Frumhönnun af anddyri sem tengir saman nýtt íþróttahús og sundlaugarbyggingu lögð fram.
Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.Flóahverfi - gatnagerð

2104080

Umsögn um tilboð í gatnagerð og lagnir í Flóahverfi 2.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið, tilboði Borgarverks ehf. að upphæð kr. 826.040.942. Kostnaðaráætlunin var kr. 1.026.000.000.

5.Götulýsing - Endurnýjun lampa

2305053

Tilboð í uppsetningu nýrra lampa fyrir götulýsingu voru opnuð 16. maí. Um er að ræða úrskiptingu lampa fyrir götu- og stígalýsingu 2023-25. Tilboð bárust frá sex aðilum:Bergraf ehf 39.451.730 kr, Rafall ehf 78.755.810 kr, Ljóstvistar ehf 56.947.500 kr, Dry-tækni ehf 39.414.100 kr, Eyfaraf ehf 66.576.514 kr og Vogir og Lagnir ehf 28.984.970 kr. Umsögn um tilboðin lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka lægsta gilda tilboði í verkið, tilboði Dry-tækni ehf kr. 39.414.100.

6.Fjallskilanefnd - breyting á samþykktum

2303090

Fundargerð 15. fundar fjallskilanefndar.
Fundargerð 15. fundar fjallskilanefndar lögð fram. Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fjallskilasamþykktina.

7.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2022

2201198

Uppfærsla á 8. gr. gatnagerðargjaldskrá til samræmis við 6. gr. þjónustugjaldskrár (361/2023).
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða breytingu og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs.

8.Kirkjubraut 1 - breytingar - umsókn um byggingarleyfi

2204084

Umsókn um byggingarleyfi fyrir Kirkjubraut 1, send byggingarfulltrúa 26. maí sl. með aðaluppdráttum dagsettum 24. maí 2023. Sótt er um að einangra og klæða hús með báruáli, komið verði fyrir plastgluggum.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar umræddri byggingarleyfisumsókn þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi varðandi útlit hússins sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. nóvember sl.

9.Skólabraut 18 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2304138

Umsókn Egils Árna Jóhannessonar, um að breyta útliti húss ásamt svölum á suðurhlið hússins.

Byggingarleyfið var genndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 frá 27. apríl 2023 til 30. maí 2023 fyrir lóðarhöfum við Merkurteig 1 og 4 og Skólabraut 13, 14, 15-17, 19 og 20.

Þjrú samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.

10.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir

2301147

Kynningarfundur var haldinn 30. maí síðastliðinn að Dalbraut 4, vegna deiliskipulags Smiðjuvalla.
Fundargerð kynningarfundar lögð fram.

11.Aðalskipulag breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir

2301057

Kynningarfundur var haldinn 30. maí síðastliðinn að Dalbraut 4, vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness.
Fundargerð kynningarfundar lögð fram.

12.Deiliskipulag Smiðjuvellir 12-22 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210185

Kynningarfundur var haldinn 30. maí síðastliðinn að Dalbraut 4, vegna breytinga á deilsikipulagi Smiðjuvalla.
Fundargerð kynningarfundar lögð fram.

13.Kalmansvellir 4b - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210031

Umsókn ISH ehf um breytingar á skipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að skilgreina byggingarreit fyrir 600 m² atvinnuhúsnæði eða 30,0m X 24,0m, nýtingarhlufall helst óbreytt 0,5. Sex bílastæðum verður komið fyrir innan lóðar eða 1 bílastæði á 100 m², aðkoma að lóð helst óbreytt. Hámarkshæð nýbyggingar verður 8,0 m.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum Kalmansvalla 1A, 3, 4A, 5, 6 og Smiðjuvalla 1 og 3.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir sat hjá undir þessum lið.

14.Vesturgata 40 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2303049

Umsókn Þorsteins Haraldssonar fyrir hönd lóðarhafa Vesturgötu 40. Sótt er um byggingarleyfi þar sem lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Byggingarleyfið felst í að breyta núverandi íbúðarhúsnæði í skrifstofuhúsnæði, breyta núverandi bílskúr í gestaíbúð og gerð bílaplans fyrir 6 bíla vestan og sunnan megin á lóðinni með innkeyrslu frá Vitateig, ca. 5,7m breið. Einnig er sótt um að breyta skúr, viðbyggingu frá 1937 í íbúð. Íbúð mun vera í viðbygginu og kjallara upprunalega hússins, komið verður fyrir gluggum á austur hlið hússins í samræmi við stíl hússins. Glugga verður komið fyrir á vesturhlið hússins, kjallara.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

15.Lerkigrund 9,Grundasel - sólskáli

2302117

Umsókn um stækkun á sólskála við Grundasel, lóðinn lerkigrund 9 er á ódeiliskipulögðu svæði. Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26.april 2023 til og með 25. maí 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Lerkigrund 5 og 7, Espigrund 8 og 15 og Einigrund 36. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.

16.Reynigrund 45 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning

2304130

Umsókn Benedikts Ö. Eymarssonar varðandi Reynigrund 45, en lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að stækka húsið á tveimur stöðum. Umsóknin var grenndarkynnt frá 8. maí til 7. júní 2023, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 1, 3, 5, 42, 43, 44, 46 og 47. Samþykki barst frá öllum aðilum sem grenndarkynnt var fyrir og því lauk grenndarkynningu fyrr en áætlað var eða 1. júní 2023.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni greiðist af lóðarhafa.

17.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Umræða um fjölda og gerð sorptunna, vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu fyrir heimili.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að opna viðræður um framlengingu verksamnings við Terra um þrjá mánuði. Einnig að vinna kostnaðaráætlun varðandi nýtt fyrirkomulag á sorphirðu og gera tillögur um fyrirkomulag við að útvega sorptunnur.

18.Víkurbraut 1 - Byggingarleyfi

2306036

Umsókn um byggingarleyfi vegna djúpgáma við Grundarskóla, svæðið er ódeiliskipulagt. Búin verður til ný lóð í bæjarlandi Akraneskaupstaðar, Víkurbraut 1 og komið verður fyrir fimm djúpgámum á lóð. Aðgengi að lóð verður í gegnum núverandi aðrein, sleppistæði.

Farið yfir tilboð í fimm djúpgáma á lóðina.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að byggingarleyfið verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Bjarkargrund 10,12,14,16,18 og 20 og Espigrund 1. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir jafnframt að taka tilboði Íslenska gámafélasins í djúpgámana sem koma á fyrir á lóðinni.

Fundi slitið - kl. 22:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00