Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

267. fundur 15. maí 2023 kl. 17:00 - 20:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
 • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
 • Lárus Ársælsson umhverfisstjori
 • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Breyting á skipan skipulags- og umhverfisráðs lögð fram.
Lagt fram.

2.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Landmótun kynnir frumhönnun lóðar við Jaðarsbakka.
Kynning.

3.Götulýsing - samningur um rekstur og viðhald

2211043

Tilboð í þjónustu við götulýsingu lögð fram.
Eftirfarandi aðilar skiluðu inn tilboðum:
Rafall ehf, kr. 46.590.867
Ljósvistar ehf, kr. 29.975.880
Vogir og lagnir ehf, kr. 47.990.321
Bergraf ehf, kr. 33.975.733

Kostnaðaráætlun var kr. 35.775.100

Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

4.Gróður -Okkar Akranes - Opin svæði 2023

2305049

Fyrirhuguð gróðursetning í tengslum við Okkar Akranes kynnt.
Skipulags- og umhverfissvið þakkar Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra fyrir góða kynningu og samþykkir tillögur hans varðandi gróðursetningu í tenglsum við Okkar Akranes.

5.Kirkjubraut endurgerð

2210065

Farið yfir hönnunargögn frá Landmótun vegna endurgerð Kirkjubrautar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu og felur skipulagsfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu.

6.Lækjarflói 16-18 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302127

Umsókn Merkjaklappar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis. Stótt er um að sameina lóðir Lækjarflóa 16 og 18 og að sameina byggingarreit. Nýtingarhlutfall fer úr 0,35 í 0,36.Deiliskipulagsbreyting var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. fyrir lóðarhöfum Lækjarflóa nr. 10A og 20, Nesflóa 2, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulasbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Þjóðvegur 13A - umsókn til skipulagsfulltrúa

2303183

Umsókn Björgvins Sævars Matthíassonar um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis, Þjóðvegi 13-15. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit í suðaustur um fjóra metra. Annað er óbreytt.Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Þjóðveg 13 og Akrurprýði 7, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulasbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Vesturgata 102 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302121

Umsókn lóðarhafa Vesturgötu 102 um að breyta deiliskipulagi Stofnanareits. Sótt er um að stækka byggingarreit bílskúrs bæði í norðvestur og norðaustur. Jafnframt færist byggingarreitur frá lóðamörkum suðaustur.Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 105,109,111 og Merkigerði 2,4, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulagsbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem felst í deiliskipulagsbreytingu er á höndum lóðarhafa.

9.Deiliskipulag Suðurgata 22

2211144

Umsókn Þóru Emilíu Ármannssdóttur, f.h. eiganda Suðurgötu 22, um nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22. Sótt er byggingu íbúðarhúss á tveimur hæðum ásamt rishæð. Hámarksfjöldi íbúða verði 4 íbúðir, nýtingarhlutfall lóðar verði 0,75. Heildarbyggingarmagn á lóð verði 420 m² og hámarkshæð húss verði 9,0 m. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðar eða eitt bílastæði á íbúð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verður kynningarfundur og vinnslutillaga deiliskipulags Suðurgötu 22 verði kynnt fyrir íbúum.

10.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir

2301147

Í drög að deiliskipulagsramma Smiðjuvalla, í aðalskipulagi Akraness 2021-2033 voru Smiðjuvellir skilgreindir sem þróunarsvæði C með því markmiði að þar verði skoðaðir möguleikar á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Í deiliskipulagsramma eru skilgreindir möguleikar á blandaðri notkun, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi þannig unnt verði að vinna deiliskipulag einstakra reita.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur og vinnslutillaga deiliskipulags Smiðjuvalla verði kynnt fyrir íbúum.

11.Aðalskipulag breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir

2301057

Í breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 eru Smiðjuvellir skilgreindir sem þróunarsvæði C með því markmiði að þar verði skoðaðir möguleikar á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Breytingin nær til 2,4 hektara svæði sem afmarkað verður sem íbúðabyggð og athafnasvæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur og vinnslutillaga aðalskipulags Smiðjuvalla verði kynnt fyrir íbúum.

12.Deiliskipulag Smiðjuvellir 12-22 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210185

Umsókn Smiðjuvalla ehf. unnin af ASK arkitektum um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Breytinginn felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin. Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara með allt að 23.350 fm með nýtingarhlutfall 1,65.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur og vinnslutillaga breytingar á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22 verði kynnt fyrir íbúum.

Ragnar B. Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu á þessum fundarlið og vék af fundi eftir þennan fundarlið.

13.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og endurskoðun deiliskipulags Jaðarsbakka. Breytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu á miðstöð lýðheilsu á svæðinu, t.d. uppbyggingu hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess sem möguleiki er á þéttingu byggðar. Lögð verður áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tenginu við sjóinn og Langasand Breytingin tekur til 17,5 hektara svæðis og landnotkunarreita HV-201, OP-202, íB-203, ÍÞ- 206 og AF-207.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir kom inn á fundinn undir þessum fundarlið.

14.Deiliskipulag Jaðarsbakka

2304154

Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á deiliskipulagi Jaðarsbakka. Breytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á miðstöð lýðheilsu á svæðinu, t.d. uppbyggingar hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess sem möguleiki er á þéttingu byggðar. Lögð verður áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tenginu við sjóinn og Langasand. Breytingin tekur til 17,5 hektara svæðis og landnotkunarreita HV-201, OP-202, íB-203, ÍÞ- 206 og AF-207.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

Fundi slitið - kl. 20:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00