Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

237. fundur 02. maí 2022 kl. 08:00 - 10:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Vesturgata 24B - Bárugata

2204166

Beiðni frá eigendum að Vesturgötu 24B að breyta skráningu og aðkomu að húsinu yfir á Bárugötu.
Fyrir liggur að skipuleggja svæðið í heild sinni sbr. samkeppni á Breiðarsvæði. Skipulags- og umhverfisráð telur rétt að slíkt skipulag liggi fyrir áður en hægt er að afgreiða ofangreint erindi.

2.Mánabraut 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

2204193

Beiðni um bílskúrsbyggingu,
Skipulag og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

3.Sunnubraut 30 - beiðni um lóðarskika

2204160

Stækkun á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið.

4.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - breyting Dalbraut 8

2112207

Deiliskipulagsbreyting Dalbraut 8
Breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits var auglýst frá 17. febrúar til og með 7. apríl 2022. Tvær athugasemdir bárust.

1. Frá Veitum ohf. dags. 7. apríl 2022.
Veitur vekja athygli á legu vatnslagna, rafstrengja og dreifistöðvar við lóðina og að gera þurfi ráðstafanir þeirra vegna við framkvæmdir og vegna færslu þeirra.

Bókun ráðs: Haft skal samráð við Veitur ohf. við allar framkvæmdir nálægt lögnum. Ábendingar gefa að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

2. Frá Jóni Bjarna Gíslasyni, Dalbraut 45, dags. 7. apríl 2022.
Bent er á að við gerð deiliskipulagsins færðist byggingarlína hússins allt að 4 m nær Dalbraut. Bréfritari telur að skoða ætti ávinninginn að því að halda fyrri byggingarlínu m.t.t. hæðar fyrirhugaðrar byggingar og færa húsið frekar nær Þjóðbraut.

Bókun ráðs: Breytt deiliskipulag Dalbrautarreits, þar sem byggingarlína á Dalbraut 8 færðist um 3,2 m nær Dalbraut var samþykkt 10. október 2017. Breyting á Dalbraut 8, sem auglýst var 17. febrúar 2022 á ekki við þær skipulagslínur sem um ræðir og breytir ekki afstöðu nýbyggingarinnar til næstu húsa. Skipulags- og umhverfisráð telur ekki vera forsendur til þess að breyta meginlínum deiliskipulagsins sem m.a. felst í húsalínu meðfram Dalbraut.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreind svör verði send þeim aðilum sem gerðu athugsemdir. Skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun óbreytt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Deiliskipulag Sementsreit - breyting á reit C

2204194

Breyting á deiliskipulagi Sementsreit.
Breyting felst í stækkun og aukningu á hæð í bílakjallara. Breytingar eru allar neðanjarðar og því ekki sýnilegar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild Stjórnartíðinda.

6.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Garðabraut 1.
Erindið lagt fram.

7.Áhaldahús - búnaður

2204192

Búnaður í áhaldahús.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að keyptur verði hitakassi undir malbik vegna holuviðgerða. Eins verði skoðað hagkvæmni þess að kaupa tæki til að sópa stéttar og götur bæjarins.

8.Grenndarstöðvar - staðsetning

2204096

Grenndarstöðvar, sorpflokkar og staðsetningar.
Björn B Gíslason verkefnastjóri situr fundinn undir þessum fundarlið.
Björn fór yfir skipulag og staðsetningar á væntanlegum grenndarstöðvum á Akranesi.
Birni er falið að skipuleggja grenndarstöð við Miðbæ 1. Horft verði til sorpflokkunar á gleri, málmi, pappír, pappa og plasti.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00