Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

219. fundur 08. nóvember 2021 kl. 16:15 - 19:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skógahverfi áfangi 3A - Skógarlundur 6

2109227

Breyting á deiliskipulagi áfanga 3A Skógahverfis, breyting felur í sér tilfærslu á blílastæði til suð-austurs. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2012, frá 6. október til og með 4. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu - uppsögn á samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla

2012120

Drög að nýjum samningi við Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu um gagnkvæma aðstoð og aðstoð vegna mengunaróhappa.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samstarfs samninga við SHS, sem lúta að mengunaróhöppum og gagnkvæmri aðstoð. Ofangreindir samningar taka við af eldri samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla.
Jens H Ragnarssyni slökkviliðsstjóra falið að skoða með endurnýjun samstarfssamninga við önnur slökkvilið sem eru í gildi

3.Loftslagsvernd í verki - námskeið

2111031

Boð Sambands íslenskra sveitarfélaga um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.
Lagt fram bréf um bréfaskóla Landverndar, Loftslagsmál í verki.
Sviðsstjóra falið að senda erindið til bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akraness.

4.Hringrásarkerfi - innleiðing skv. lögum

2111030

Lagt fram bréf SÍS um hringrásarkerfi í úrgangsmálum sbr. lög sem taka gildi 1.janúar 2023. Stjórntæki sem bent er á að þurfa að endurskoða eru m.a. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir og gjaldskrár viðkomandi sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs.
Í gangi er vinna við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á suðvesturlandi. Samþykktir og gjaldskrár Akraneskaupstaðar um meðhöndlun úrgangs munu taka mið af þeim útboðsgögnum sem unninn verða í því samhengi. Stefnt er að því að vinna við þau útboðsgögn fari af stað í lok árs 2021. Fyrir liggur ákvörðun um fund með Eygerði Margrétardóttur, verkefnastjóra umhverfis- og úrgangsmála hjá SÍS.
Sviðsstjóra falið að greina Skipulags- og umhverfisráði frá niðurstöður af þeim fundi.

5.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi

2109218

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.
Erindi vegna umhverfismats á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á starfssvæði fjögurra sorpsamlaga á suðvesturhorni, þ.e. SORPA bs, Sorpurðun Vesturlands, Sorpstöð Suðurlands og Kalka, sorpeyðingarstöð, Suðurnesjum.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar framkomnum drögum á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi 2021-2032. Fyrir liggur að Akraneskaupstaður hyggst bjóða út á næsta ári sérsöfnun á lífrænum úrgangi.

Sviðsstjóra er falið að koma eftirfarandi efnisatriðum á framfæri við skýrsluhöfunda að svæðisáætluninni.

Varðandi hugmyndir um miðlæga sorpbrennslustöð fyrir allt landið er óskað eftir nánari upplýsingum um áætlaðan stofn- og rekstrarkostnað slíkrar stöðvar, skiptingu þess kostnaðar milli sveitarfélaga og skýra betur aðkomu ríkisins að slíku verkefni. Ákvarðanir um staðsetningu sorpbrennslustöðvar á Vesturlandi og aðkomu Sorpurðunar Vesturlands að þeim undirbúningi helst í hendur við að um sé að ræða lausn á landsvísu og að sátt ríki um staðarvalið.

6.Sementsreitur - uppbygging

2101238

Framkvæmdir við Faxatorg.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi lagfæringar við Faxatorg í tengslum við framkvæmd við Faxabraut. Fyrir liggur kostnaðarhlutdeild Vegagerðarinnar.

7.Framkvæmdir á Breið - krafa Íslandsgáma

2102129

Dómsmál vegna framkvæmda á Breið.
Niðurstaða lögð fram til kynningar.

8.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2110009

Útboð á akstri innanbæjarstrætó.
Jón Ólafsson verkefnastjóri, fór yfir aðferðafræði við útboð á innanbæjarstrætó. Skipulags- og umhverfisráð felur Jón Ólafssyni áframhald málsins og leggur áherslu á að haft sé samráð við hagsmunaaðila.

9.Almenningssamgöngur - framtíð landsbyggðastrætó við höfuðborgarsvæðið

2111049

Framtíð landsbyggðarstrætó við höfuðborgarsvæðið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að Jón Ólafsson verkefnastjóri verði tengiliður Akraneskaupstaðar í þessu verkefni.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina rafrænt.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00