Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

190. fundur 16. mars 2021 kl. 10:30 - 14:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Asparskógar 1 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2101298

ÞG verk kemur á fundinn til að leggja fram sínar hugmyndir um svalaganga.
Agnar Sigurjónsson hjá ÞG verk sat undir þessum dagskrárlið.

Agnar fór yfir hugmyndir ÞG verks um uppbyggingu á lóð fyrirtækisins á Asparskógum 1.

ÞG verk leggur fram beiðni um að svalagangar verði heimilaðir í deiliskipulagi fyrir Skógahverfi 4, sem sé í samræmi við hugmyndir þeirra um uppbyggingu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

Jafnframt bendir skipulags- og umhverfisráð á að samkvæmt gildandi skipulagi skal lóðarhafi bera undir skipulags- og byggingarfulltrúa gæði íbúða sbr. grein 2.1.1 í greinargerð með skipulaginu.

2.Asparskógar 5 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2101295

Lóðarhafar komu á fund skipulagsfulltrúa og formanns skipulags- og umhverfisráðs. Þar fóru þeir yfir sína afstöðu á málinu og samstarfsvilja, vegna svalaganga.
SH holding ehf. leggur fram beiðni um að svalagangar verði heimilaðir í deiliskipulagi fyrir Skógahverfi 4, sem sé í samræmi við hugmyndir þeirra um uppbyggingu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

Jafnframt bendir skipulags- og umhverfisráð á að samkvæmt gildandi skipulagi skal lóðarhafi bera undir skipulags- og byggingarfulltrúa gæði íbúða sbr. grein 2.1.1 í greinargerð með skipulaginu.

3.Suðurgata 50A -Kynning á viðbyggingu

2011087

Bréf dags. 5. mars 2021, frá LEX lögmannsstofu, varðandi grenndarkynningu á Suðurgötu 50A.
Lagt fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna - fjarskiptamastur.

2009166

Umsókn um staðsetningu á fjarskiptamastri.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að staðsetning mastursins verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Baugalund 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og Jörundarholti 39, 41, 43, 45, 46, 141.

5.Brekkubraut 3 breyting á bílskúr - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2102036

Fyrirspurn um breytingu á bílskúr sem er áfastur húsinu og stækka íbúðina inn í hann.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum til grenndarkynningar.

6.Deiliskipulag Skógarhverfis 3C og 5

2103129

Farið yfir skipulagshugmyndir á svæðunum.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með Árna Ólafssyni arkitekt.

7.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Tímalína um næstu skref varðandi endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfullrúa að vinna málið áfram.

8.Flóahverfi - þróunarsvæði

2102301

Vistvænir iðngarðar í Flóahverfi.
Skipulagsfulltrúa falið að leggja fram breytingar á skipulagi Flóahverfis m.t.t. þróunar á vistvænum iðngörðum.

9.Jaðarsbakkar 1 - 1. áfangi - hönnun

2006228

Verksamningur við Mannvit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi verksamning við Mannvit vegna verkfræðihönnunar íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum 1.áfanga.

10.Jaðarsbakkar stúka - viðhald á stálvirki

2103107

Tilboð í verkið stúka Akranesvöllur.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Mögnun ehf.: kr. 10.527.600
Verkvík sandtak: kr. 9.907.600

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda.

11.Loftgæði í Grundaskóli

2103009

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi loftgæði í Grundaskóla. Skipulags- og umhverfiráð leggur til við bæjarráð að farið verði sem fyrst í forhönnun á C-álmu, þar sem mismunandi valkostir verði teknir fyrir og umfang kostnaðarmetið.

Fundi slitið - kl. 14:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00