Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

183. fundur 21. desember 2020 kl. 08:15 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Skipulag Breið - Breiðarsvæði

2012038

Vettvangsferð á Breið í boði Breið Þróunarfélags.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar forsvarsmönnum Breið þróunarfélags góða kynningu. Undirbúningur verði hafinn að skipulagsvinnu á Breið í samstarfi við þróunarfélagið.

2.Deiliskipulag Smiðjuvalla - Kalmansvellir 6

2006294

Lagðar fram hugmyndir Akraborgar um framtíðarstarfsemi sína á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð fór yfir framtíðaráform fyrirtækisins á Akranesi. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn fyrirtækisins.

3.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2001125

Framlenging á samningi við innanbæjarstrætó.
Ólafur Adolfsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samningur um frístundastrætó verði framlengdur til 30. september 2021.

Samþykkt 2:0, RBS og GS.

4.Hlynskógar - beiðni um að loka götu

2007072

Umferðarmál Hlynskógar / Asparskógar.
Gatnakerfi Skógahverfis er skipulagt sem samfellt gatnakerfi, en ekki sem kerfi safngatna og botnlanga.

Skipulags- og umhverfisráð getur því ekki orðið við beiðninni.

5.Vogabraut 44 bílastæði - umsókn til skipulagsfulltrúa

2011251

Fyrirspurn um heimild til að setja bílastæði innan lóðar, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um bilastæði innan lóðar á Vogabraut 44.

6.Deiliskipulag Dalbraut - Þjóðbraut - breyting á deiliskipulagi

2012145

Fyrstu drög að breytingu á deiliskipulagi Dalbraut - Þjóðbraut.
Árni Ólafsson arkitekt fór yfir fyrstu drög að breyttu skipulagi. Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna góða kynningu. Samþykkt að kynna fyrirliggjandi hugmyndir í bæjarstjórn á nýju ári.

7.Málefni Sorpurðunar Vesturlands

1912036

Skýrsla Sorpurðunar Vesturlands.
Skýrsla lögð fram.

8.Þjóðbraut 13 - Þorpið

1905352

Endurbætur á lóð Þjóðbrautar 13.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi endurbætur á lóð við Þjóðbraut 13.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 11:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00