Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

163. fundur 07. júlí 2020 kl. 13:00 - 14:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Endurhönnun grunnskólalóða

2006227

Framkvæmd á 1.áfanga endurgerðar lóðar við Brekkubæjarskóla.
Fyrir liggur tillaga frá starfshópi um endurhönnun grunnskólalóða. Fyrsti framkvæmdahluti er áfangi á endurgerð lóðar við Brekkubæjarskóla. Í þeim áfanga felast framkvæmdir við aparólu, nýja boltavelli s.s. körfuboltavöll og pókóvelli, mótun á sleðabrekku og setþrepum. Áætlaður kostnaður fjárfestingar er um 10 milljónum króna umfram það sem reiknað var með í fjárhagsáætlun 2020. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna þessa mismunar.

2.Garðalundur - öryggismyndavélar

2007045

Uppsetning öryggismyndavéla við Garðalund
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að settar verði upp öryggismyndavélar í Garðalundi til að lágmarka líkur á frekari skemmdaverkum. Sett verður upp í samræmi við ábendingu persónuverndarfulltrúa skilti sem greinir frá því að upptaka sé í gangi og hver sé ábyrgðaraðili. Áætlaður kostnaður er um 300 þúsund krónur og verður hann tekin af málaflokki 11, umhverfismál.

Fundi slitið - kl. 14:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00