Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

156. fundur 22. maí 2020 kl. 08:15 - 12:15 í Hofi, fundarherbergi á 3. hæð í Stjórnsýsluhúsi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Árni Ólafsson arkitekt kynnir vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.
Árni Ólafsson arkitekt fór yfir tímaáætlun verksins. Í framhaldinu var farið yfir drög að greinargerð og uppdrætti. Stefnt er að því að endurskoðun aðalskipulags Akraneskaupstaðar verði lokið í lok árs 2020.

2.Þjóðvegur 3 - samningur um lóð

1903262

Drög að samningi.
Lögð fram drög að samningi við Festi vegna lóðar við þjóðveg 3 undir rekstur eldsneytisafgreiðslu, verslunar- og þjónustu. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög að samningi verði samþykkt.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 4

2004042

Deiliskipulagsbreytingin sem felur í sér að færa bindandi byggingarlínu fjær götu eða um 1.3 m og færa bílastæði. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 2, 6 og Blómalund 1 og 3. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Jörundarholt 224 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2003175

Grenndarkynnt var byggingarleyfi vegna viðbyggingar við húsið á Jörundarholti 224. Grenndarkynnt var skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir eigendum að Garðavelli 1, Jörundarholti 222 og 226. Engar athugasemdir bárus.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun íbúðarhússins, í samræmi við meðfylgjandi teikningar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00