Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

133. fundur 11. nóvember 2019 kl. 08:15 - 12:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Farið yfir fjárfestinga og framkvæmdaáætlun 2020 og fyrirhugaða tímalínu framkvæmda.

2.Endurskoðun á brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

1801116

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri og Karl Haagensen verkefnastjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið var yfir drög að aðgerðaráætlun vegna brunavarnaráætlunar.

3.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Karl Haagensen verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirhugaða breytingu á klæðningu fimleikahússins, sem felst í því að á tvö horn hússins verður sett lerkiklæðning í stað stálklæðningar.

4.Leikskóli hönnun

1911054

Karl Haagensen verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir drög að útboðsgögnunm vegna fyrsta hluta hönnunar á leikskóla í Skógarhverfi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að útboðsgögn fái einnig kynningu í skóla- og frístundaráði og bæjarráði.

5.Fjöliðjan

1910179

Farið yfir stöðu mála varðandi staðsetningu Fjöliðjunnar í framtíðinni. Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Fjöliðjunnar.

6.Fyrirspurn lóð undir N1 (Þjóðbraut 9, Þjóðbraut 11 og Dalbraut 14)

1903262

Farið var yfir möguleika á annarri staðsetningu á starfsemi N1 á Akranesi. Sviðsstjóra falið að halda áfram með málið.

7.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Árni Ólafsson arkitekt, var í símasambandi undir þessum dagskrárlið.

Farið var yfir næstu skref varðandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Akraneskaupstaðar.

8.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf. - Asparskógar 19 og 21.

1911022

Umsókn um deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Asparskógar 12, 14, 16 og 18.

Fundi slitið - kl. 12:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00