Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

123. fundur 19. ágúst 2019 kl. 08:15 - 12:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Langasandsreitur - uppbygging

1901196

Kynning á uppbyggingu Langasandsreit.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi A

1908198

Lögð fram deiliskipulagsgögn fyrir Skógarhverfi 3A. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að þau verði kynnt á opnu húsi/kynningarfundi.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi B

1908199

Lögð fram deiliskipulagsgögn fyrir Skógarhverfi 3B. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að þau verði kynnt á opnu húsi/kynningarfundi.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. rað- og parhús

1904143

Kynningarfundur var haldinn 9. maí og aftur 14. júní 2019. Skipulaginu var breytt vegna ábendinga sem bárust á fundinum 9. maí 2019. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga vegna lóða við Fagralund og Akralund, lögð fram.
Breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga felst m.a. í að breyta einbýlishúsalóðum við Fagralund 1, 3, 5, 7 og 2, 4, 6 í tvær þriggja íbúða raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir (12 íbúðir). Fjölbýlishúsalóðir við Akralund 8, 10, 12 og 14 er breytt í tvær fjögurra íbúða raðhúsalóðir (ein til tvær hæðir) og eina parhúsalóð, (ein til tvær hæðir) í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 4. júlí til og með 17. ágúst 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Ein athugasemd barst eftir að auglýsingatíma lauk og hún því ekki tekin fyrir sérstaklega.

5.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1906161

Á fundi bæjarráðs var drögum að jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar vísað til umsagnar hjá fagráðum kaupstaðarins.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar framkominni áætlun. Ekki eru gerðar athugasemdir við þau drög sem liggja fyrir.

6.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - Asparskógar 18

1906102

Lagðar fram athugasemdir við grenndarkynningu.
Athugasemdir lagðar fram.

7.Breið - framkvæmdir 2019

1907115

Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 voru opnuð tilboð í framkvæmdir á Breið 2019.
Eftirfarandi tilboð bárust.

Þróttur ehf. kr. 37.826.489

Gísli Jónsson ehf. kr. 37.272.880

Bjarmar ehf. kr. 35.532.000

Skóflan hf. kr. 32.966.000

Íslandsgámar ehf. kr. 28.742.890

Kostnaðaráætlun kr. 39.302.500

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda um verkið.

8.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi kaup á búnaði fyrir fimleikahús.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00