Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

118. fundur 24. júní 2019 kl. 08:15 - 10:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Skógræktarfélag Akraness 2019 - styrkir og land til skógræktar

1901194

Samningur Skógræktarfélagsins við Akraneskaupstað. Steinar Adolfsson situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir meðfylgjandi samning.

2.Faxabraut 10 - leigusamningur

1802405

Ákvörðun um áframhaldandi not húsnæðisins að Faxabraut 10. Steinar Adolfsson situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi framlengingu á leigusamning á um 70 fermetra rými við Faxabraut 10. Steinar Adolfsson víkur af fundi.

3.Suðurgata 121 bílgeymsluþak - grenndarkynning

1904098

Erindið var grenndarkynnt frá 20. maí til 20. júní 2019, fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu 119, 120, 122, 124, Skagabraut 9-11, 15, 17, 19 og 21. Samþykki eigenda á Skagabraut 9-11 og Skagabraut 10 barst á tímabilinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - Asparskógar 23

1906135

Tölvupóstu Uppbyggingar ehf. fh. Ferrum fasteigna varðandi fjölda hæða Asparskóga 23.
Erindið lagt fram.

5.Vesturgata 103 - Umsókn um byggingarleyfi

1905311

Óskað er eftir að grenndarkynnt sé breyting á Vesturgötu 103 í samræmi við teikningar Al-hönnunar. Um er að ræða stækkun svala og kvistar á rishæð og bæta við glugga og svölum á 1. hæð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr.
Grenndarkynna skal fyrir eigendum að Vesturgötu 97, 101 og 105.

6.Skólabraut 37 - Umsókn um byggingarleyfi

1905410

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu kvists á norðurhlið og breyttum inngangi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr. Grenndarkynna skal fyrir Skólabraut 35A, Kirkjubraut 1 og Heiðargerði 6.

7.Skólabraut 31 - umsókn um byggingarleyfi

1808052

Óskað er eftir að breyta notkun bílskúrs í íverými.
Skipulags- og umhverfisráð felur Stefáni Þór Steindórssyni, byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

8.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Skipulags-og umhverfisráð felur Sævari Frey Þráinssyni og Sigurður Páli Harðarsyni að setja af stað ferli til að ráða tímabundið verkefnisstjóra að uppbyggingu sementsreits.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00