Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

89. fundur 20. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Endurskoðun aðalskipulags frá 2005-2017.
Árni Ólafsson arktitekt fór yfir stöðu máls og framhald þess.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna fyrir góða kynningu.

2.Akraneshöfn, endurbætur á aðalhafnargarði - umsögn

1807042

Umsögn til Skipulagsstofnunar vegna Akraneshafnar.
Lögð var fram beiðni Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmd við endurbætur á Akraneshöfn skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2.viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirhugaðar framkvæmdir felast í 90 m lengingu hafnarbakka, dýpkun á snúningssvæðum innan hafnar og utan hafnarmynnis og lengingu brimvarnargarðs um 60 m.
Skipulag- og umhverfisráð hefur fengið til skoðunar greinargerð Mannvits sem gerð var að ósk Faxaflóahafna um málið. Skipulags-og umhverfisráð telur að þar sé ágætlega gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og hugsanlegum áhrifum þeirra á umhverfið og gerir ekki athugasemdir við efni hennar.

Settur er fyrirvari í aðalskipulag og deiliskipulag hafnarinnar um framkvæmdir við lengingu brimvarnargarðs og að líkleg áhrif hennar á sandflutning á hafsbotni og sandbúskap Langasands verði könnuð og metin áður en ráðist verður í framkvæmdir.

Ráðið telur að fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa jákvæð áhrif á öryggi hafnarinnar, afkastagetu hennar og þar með jákvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag samfélagsins. Lenging hafnarinnar hefur minni háttar áhrif á ásýnd bæjarins en er í samhengi við anda og yfirbragð útgerðarbæjar.

Að mati ráðsins gefur umfang framkvæmda, staðsetning og líkleg umhverfisáhrif ekki tilefni til þess að vinna sérstakt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Endurbætur á aðalhafnagarði eru hinsvegar háðar framkvæmdaleyfi Akraneskaupstaðar samkvæmt 14.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Við leyfisveitingu skal taka mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matskyldu framkvæmdar.

Skipulags- og umhverfisráð vísar ofangreindri tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness.

3.Deilisk. Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis.
Sviðsstjóri fór yfir hugmyndir að breytingu á athafnasvæði við Flóahverfi. Breytingar felast m.a. í því að minnka lóðir og breyta nýtingarhlutfalli.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með drög að breyttu deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum inn á næsta fund ráðsins.

4.Deilisk. Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 20

1807135

Umsókn um heimild til að breyta deiliskipulagi skv. meðfylgjandi uppdrætti. Breytingin felst í að fella niður bundna byggingarlínu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum að Viðjuskógum 3, Beykiskógum nr. 10-12-14-16 og Seljuskógum nr. 11 og 18.

5.Deilisk. Skógahverfi 2. áf. - v. Akralundur 13 - 23

1808133

Beiðni um breytingu á deiliskipulagi v/Akralundar 13 - 23.
Breytingin felst í að fella niður bundna byggingarlínu við raðhúsin.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Eyrarlund 2-4-6-8, Akralund nr. 7-9-11 og nr. 6.

6.Deilisk. Sementsreit - strompur

1804231

Deiliskipulagsbreyting á Sementsreit, heimild til að fjarlægja Sementsstrop.
Ein athugsemd barst en var dregin til baka þar sem hún varðaði ekki ofangreinda deiliskipulagsbreytingu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan sem auglýst var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
verði send til Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa breytingartillöguna í B-deild stjórnartíðinda.

7.Vesturgata 10 - byggingarleyfi

1806024

Umsókn um heimild til að breyta áður samþykktu byggingarleyfi (9. júlí 1981) úr bílskúr í íbúðarhúsnæði.
Frestað til næsta fundar.

8.Skólabraut 19 - fyrirspurn

1807072

Farið yfir breytt lóðamörk við Skólabraut 19.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða frekar við lóðarhafa varðandi skiptingu á lóð.

9.Lóðir til úthlutunar

1808075

Lóð við Kalmansvelli 5.
Sviðsstjóri fór yfir málið.

10.Gönguþveranir

1808092

Gönguþveranir i tengslum við gatnaverk.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að setja gönguþveranir yfir Leynisbraut.

11.Esjubraut 24 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1806110

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Esjubraut 24.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

12.Esjubraut 26 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1806111

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Esjubraut 26.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

13.Esjubraut 22 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1806113

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Esjubraut 22.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

14.Esjubraut 28 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1806112

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Esjubraut 28.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

15.Presthúsabraut 24 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1808062

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Presthúsabraut 24.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

16.Presthúsabraut 27 - lóðarleigusamningur endurnyjun

1705170

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Presthúsabraut 27.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

17.Presthúsabraut 30 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1808063

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Presthúsabraut 30.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

18.Presthúsabraut 31 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1705171

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Presthúsabraut 31.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

19.Presthúsabraut 33 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1808064

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Presthúsabraut 33.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

20.Sandabraut 10 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1807127

Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings á Sandabraut 10.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00