Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

77. fundur 19. febrúar 2018 kl. 16:15 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.

1710116

Kynning á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018 - 2022.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga og framkvæmda á árinu 2018.

2.Skógarhverfi 2. áfangi - fyrirspurn um breytingar á skipulagi

1802109

Fyrirspurn Hákonar Svavarssonar um breytingu á skipulagi Skógahverfis.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomna fyrirspurn. Nú þegar er hafin vinna við endurskoðun á seinni áfanga deiliskipulags í Skógarhverfi 2.

Í þeirri endurskoðun verður m.a. litið til þeirra efnisatriða er koma fram í ofangreindri fyrirspurn.

3.Viti á Akranesi frá 1891

1709124

Erindi frá Faxaflóahöfnum vegna tilgátu um vita á Akranesi frá 1891.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að kynna íbúum næst Akurshól hugmyndir um Vita (ljósastaur) á Akurshól.

4.Vesturgata 117 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1802193

Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á ofangreindum lóðarleigusamningi.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00