Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

56. fundur 06. mars 2017 kl. 16:15 - 17:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Listamannahús við Faxabryggju

1702157

Erindi Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. f.h. Bergþórs Ólasonar og Jennifer Flume um að að fá að reisa (stöðuleyfi) listamannahús við Faxabryggju.
Málið kynnt. Óskað eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

2.Esjubraut 14 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa um stækkun bílskúrs

1701289

Fyrirspurn Árna Sigfússonar um að fá að stækka bílskúr við Esjubraut 14.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201,
fyrir eigendum fasteigna við Esjubraut nr. 10,12,16 og 18 og húsa við Hjarðarholt nr. 9,11,13 og 15.

3.Fjöliðjan - umsókn um leyfi fyrir 20 fm. færanlegu húsi á lóð Dalbrautar 10

1703034

Umsókn Fjöliðjunnar um að staðsetja færanlegt 20 fm hús á lóð Dalbrautar 10.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

4.Árósarsamningurinn - innleiðing samnings um aðkomu almennings í umhverfismálum

1612074

Landsskýrsla um innleiðingu Árósasamningsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfismál á Akranesi - fyrirspurn

1612066

Fyrirspurn frá Herði Helgasyni um umhverfismál.
Lögð fram drög að svörum. Stefnt að því að leggja fram endanlega svör á næsta fundi ráðsins.

6.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 2. mars sl. að fela skipulags- og umhverfissviði að kanna hvaða lóð henti best til byggingar nýs búsetukjarna á vegum Akraneskaupstaðar. Ennfremur samþykkir bæjarráð að endurskoða fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2017-2020 til að tryggja fjármögnun á nýjum búsetukjarna og fól skipulags- og umhverfisráði að gera tillögu þar að lútandi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að koma með tillögur að hugsanlegum staðsetningum undir nýjan búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

7.Þétting byggðar í eldri hverfum

1703035

Hugmyndir um skipulag lóða í eldri hluta bæjarins sem hugsanlega henti vel undir húsbyggingar.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að taka saman yfirlit yfir óbyggðar lóðir í eldri hluta bæjarins.

8.Baugalundur 1, 3, 5, 7, 9 og 11 - umsókn um byggingarlóðir

1701169

Beiðni Sjamma ehf. um breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar því að breyta einbýlishúsalóðum við Baugalund í parhúsalóðir.

9.Vesturgata 165 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1702175

Beiðni um að endurnýja lóðaleigusamning við Vesturgötu 165.
Lagt fram.

10.Lóðaleigusamningar - útrunnir

1610040

Endurnýjun lóðaleigusamninga sem féllu úr gildi 2016.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00