Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

26. fundur 01. febrúar 2016 kl. 16:15 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. - Tjaldsvæði Kalmansvík

1509106

Kynning á vinnu við deiliskipulagið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar garðyrkjustjóra fyrir góða kynningu.

2.Deilisk. - Ægisbrautar, vegna Vallholts 5

1511208

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Málið kynnt.

3.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Með vísan til þess að bæjarstjórn hefur ákveðið að auglýsa til kynningar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis, felur skipulags- og umhverfisráð sviðsstjóra að undirbúa íbúafund þar sem hin auglýsta tillaga verður kynnt fyrir íbúum. Tillagan hefur áður verið kynnt á almennum íbúafundi 28. maí 2015. Þar sem um mikið hagsmunamál er að ræða telur ráðið rétt að kynna tillöguna og hin auglýstu gögn á ný.

4.Deilisk. - Stofnanareits, Merkigerði 9, sjúkrabílaskýli

1512197

Breyting á deiliskipulagi stofnanasvæðis á Akranesi. Tekin fyrir tillaga að breytingu/leiðréttingu á deiliskipulagi vegna áforma um byggingu skýlis fyrir sjúkrabíla við sjúkrahúsið, dagsett 28. janúar 2016, unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Lagt er til að í greinargerð verði bætt ákvæði um nýtingarhlutfall lóðarinnar Merkigerðis 9 og að það verði 0,7.

Breytingin er óveruleg og leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að með hana verði farið skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Jaðarsbakkar 1 - útisvæði sundlaugar.

1601378

Málið kynnt.

6.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að leggja fram kostnaðarmat á viðhaldi stofnanalóða.

7.Sorphirða - framlenging á samningi

1501126

Málið kynnt.

8.Vallholt 1, endurnýjun lóðaleigusamnings

1601050

Beiðni Jón Pálma Pálssonar fyrir hönd eigenda Vallholts 1, um endurnýjun lóðaleigusamnings.
Málið kynnt.

9.Þjóðvegur í þéttbýli

1601468

Málið kynnt.

10.Starfsmannamál

1602011

Sviðstjóri fór yfir ráðningarferli nýs byggingafulltrúa Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við ráðningarferlið.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00