Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

15. fundur 10. ágúst 2015 kl. 15:30 - 17:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Gámar júli 2015

1508001

Lögð fram drög að vinnureglum.

2.Reglur um umgengni á lóðum

1508105

Lögð fram drög að vinnureglum.

3.Kirkjubraut 33, eignaskiptayfirl. endurnýjun lóðaleigusamnings.

1408071

Málið kynnt.

4.Deilisk. - Dalbraut-Þjóðbraut, Dalbraut 6

1405059

Á fundi bæjarráðs þann 30. júlí var bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að tekin verði ákvörðun um næstu skref vegna skipulags við Dalbraut/Þjóðbraut. Bæjarráð fól skipulags- og umhverfisráði að yfirfara yfirfara núverandi skipulag sem er frá 8. maí 2007 og koma með tillögur um uppbyggingu á reitnum. Horft verði m.a. til þjónustu og félagsstarfs eldri borgara í húsnæðinu að Dalbraut 6 í þeirri vinnu ráðsins.

Sviðsstjóra falið að koma með tillögu inn á næsta reglulega fund ráðsins um næstu skref.

5.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi breyting á deiliskipulagi

1508104

Fyrir liggja hugmyndir um breytingar á skipulagi í Skógarhverfi 2. áfanga en þær eru eftirfarandi:

A)
Nýtingarhlutfalli einbýlishúsa verði breytt úr 0.5 í 0.35.
B)
Tvær parhúsalóðir og einni raðhúsalóð við Blómalund 1-13, verði breytt í fjórar parhúsalóðir.
C)
Fjölbýlishúsalóðum við Akralund 8,10,12 og 14 verði breytt í 4 parhúsalóðir.

Ofangreindar hugmyndir lagðar fram. Sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsinga um áhrif ofangreindra breytinga og leggja þær fyrir á næsta reglulega fundi ráðsins.

Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

6.Lambhúsasund - uppbygging hafnarsvæðis

1505010

Fyrir liggur beiðni Faxaflóahafna um umsögn Akraneskaupstaðar vegna erindis Þorgeirs & Ellerts hf, varðandi uppbyggingu við Lambhúsasund. Bæjaráð hefur óskað eftir því að Skipulags-og umhverfisráð komi að gerð fyrrgreindrar umsagnar.

Í ljósi þessa vill Skipulags-og umhverfisráð benda á að fyrir liggur vinna við endurskoðun á aðalskipulagi. Í þeirri vinnu er lögð áhersla á að aðstaða Akraneshafnar sem fiskihafnar verði efld m.a. með tilliti til þeirrar þróunar að fiskiskip fari stækkandi og líkur eru á að umsvif við höfnina muni aukast á næstkomandi árum. Eins verði tekið mið af þörfum iðnaðar á Akranesi sem tengist beint þjónustu við sjávarútveg. Sá iðnaður felur í sér m.a. skipasmíðar, skipaþjónustu og uppbyggingu vinnslulína sem nýtast sjávarútvegs- og matvælafyrirtækjum. Mikilvægt er að horft sé til þess að framþróun þessarar þjónustu geti haldið áfram og að hafnarþjónusta sé m.a. miðuð að því að þau markmið náist.

Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

7.Kirkjubraut 1-fyrirspurn að byggja ofan á húsið

1508022

Málið kynnt.

Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

8.Þjóðbraut 1 - beiðni um tímabundin afnot af lóð Dalbrautar 6

1505101

Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Gjaldskrá skipulags og byggingarmál og tengd þjónustugjöld 2015

1508082

Drög að gjaldskrá kynnt.

10.Breiðin - umhverfismál o.fl.

1304196

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið Breiðin Akranesi:

Skóflan ehf: kr. 20.534.000
Þróttur ehf: kr. 21.000.000
Kostnaðaráætlun: kr. 17.247.200

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

11.Dalbraut 1 - hönnun lóðar

1508033

Málið kynnt.

12.Hjarðarholt 4, endurnýjun lóðaleigusamnings.

1508004

Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00