Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

14. fundur 14. september 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Húsverndarsjóður 2008 styrkveiting

805039

Úthlutun styrks úr húsverndarsjóði vegna ársins 2008 til eigenda húseignarinnar Vesturgötu 59 (Arnarstaður)
Vísað er í fundargerð dags. 2. júní 2008 þar sem eigendum Vesturgötu 59 var veitt vilyrði fyrir styrk úr Húsverndarsjóði fyrir árið 2008.

Byggingarfulltrúi hefur tekið út framkvæmdina og leggur til að styrkurinn verði greiddur út. Nefndin felur formanni að annast afhendingu styrksins.

2.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Deiliskipulag vegna Garðalundar.

Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu, mætti á fundinn og kynnti drög að greinargerð starfshóps vegna "Viskubrunns í Álfalundi" sem er miðstöð útikennslu og skemmtilegur fjölskyldugarður sem fyrirhugað er að verði staðsettur í Garðalundi. Verkefnið hlaut styrk frá iðnaðarráðuneytinu og Ferðamálastofu bæði árið 2008 og 2009. Taka verður upp þráðinn við að deiliskipuleggja svæðið þar sem frá var horfið og verður það verkefni unnið í nánu samstarfi við Akranesstofu.

Framkvæmdastjóra er falið að leita tilboða í vinnu við deiliskipulagið.

3.Höfðagrund-Umferðaröryggi

907063

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir úttekt á öryggismálum svæðisins.

Framkvæmdastjóri lagði fram eftirfarandi tillögur:


1. Leyfilegur hámarkshraði verði 30 km/klst. Mörkin verði við innkeyrslur frá Innnesvegi.


2. Kannað verði með afmörkun gönguleiða með yfirborðsmálningu á götu. Haft verði samráð við lögreglu um útfærslu slíkra merkinga og tryggt svo sem kostur er að slíkar merkingar virki ekki sem falskt öryggi fyrir gangandi umferð.


Nefndin leggur til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt.


4.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu mála við vinnu vegna hugmynda að deiliskipulagsvinnu fyrir hafnarsvæðið við Lambhúsasund og Krókalón.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00