Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

8. fundur 25. maí 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi þjónustudeildar
Dagskrá

1.Hvalfjarðarsveit - aðalskipulag

904138

Drög að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 lagt fram.


Athugasemdir Skipulags- og umhverfisnefndar.


1. Akraneskaupstaður vekur athygli á því að í gildandi aðalskipulagi bæjarins sem samþykkt var af umhverfisráðherra árið 2006 er tekið frá land undir vegstæði vegna svokallaðrar Grunnafjarðarleiða. Í drögum að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2008 - 2020 er ekki gert ráð fyrir samsvarandi vegstæði sem veldur ósamræmi í áætlaðri landnotkun á mörkum sveitarfélaganna. Bent er á að skilgreint svæði fyrir smábýli (B3) í landi Hafsteinsstaða er í fyrirhugaðri veglínu skv. gildandi aðalskipulagi Akraneskaupstaðar.


2. Í gildandi aðalskipulagi Akraneskaupstaðar er merkt reiðleið á mörkum golfvallar og íbúðabyggðar við Ásabraut. Í drögum að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 virðist framhald leiðarinnar hafa fallið niður til suðausturs.


3. Á uppdrætti með drögum að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 eru teiknaðar gönguleiðir í Akrafjalli. Vakin er athygli á því að ekki er merkt leið sem fer um brú yfir Berjadalsá.


4. Akraneskaupstaður vill vekja athygli á því að mikilvæg auðlind fyrir íbúa bæjarins er neysluvatn, sem sótt er sem yfirborðsvatn í hlíðar Akrafjalls, því er lögð mikil áhersla á að vatnsverndarsvæði í Akrafjalli verði ekki fyrir meira álagi en orðið er.

2.Þjóðbraut 1 - Umferð á lóð

807032

Framkvæmdastjóri skipulags- og umhverfisstofu lagði fram tillögu að breytingu á inn- og útakstri lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra að kynna tillöguna þeim sem hagsmuna eiga að gæta.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00