Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

7. fundur 04. maí 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Suðurgata 32 breyting á húsi í gistiheimili

904128

Umsókn Magnúsar Freys Ólafssonar kt: 121071-4959 um heimild til að breyta notkun hússins úr íbúð í gistiheimili að undangenginni fyrirspurn til byggingar- og umhverfisnefndar. Einnig er verið að breyta gluggum hússins. Sótt er um að breyta aðkomu hússins með tilliti til aðgengis fatlaðra samkvæmt aðaluppdrætti Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Lögð er einnig inn breitt skráningartafla fyrir húsið.

Gjöld kr. 11.897,-kr.

Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.04.2009
Úrbætur fyrir aðgengi fatlaðra skal vera búið að lagfæra og standsetja fyrir 27.04.2010
Setja skal byggingarstjóra á umbætur þessar og aðra meistara.
Nefndin bendir á að leysa þarf bílastæðamál gistiheimilisins til lengri tíma.

Lagt fram.

2.Húsverndarsjóður 2009

904107

Byggingarfulltrúi kynnir umsóknir um styrk úr sjóðnum.
Eigendur eftirtaldra húseigna sendu inn umsóknir:
Suðurgata 20, umsækjandi Ólafur Volden
Bakkatún 22, umsækjandi er Sigríður Hjartardóttir
Deildartún 3, umsækjendur eru Hörður Hallgrímsson og Geirlaug J. Rafnsdóttir


Nefndin leggur til að Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt verði fengin til að gefa álit sitt á umsóknum ásamt Jóni Allanssyni safnverði.

3.Skipulagsstofnun - Samráðsfundur

904153

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum verður haldinn 7. ? 8. maí nk. í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Sunnubraut 26, Reykjanesbæ. Fyrirkomulag fundarins verði með svipuðum hætti og sl. ár og hefst fundurinn eftir hádegi á fimmtudegi og lýkur á hádegi á föstudag. Dagskrá fundarins. Boðið verður upp á rútuferð til og frá Skipulagsstofnun báða dagana fyrir þá sem það vilja.

Skipulagsstofnun vonast til að sjá fulltrúa frá sem flestum sveitarfélögum, skipulagsfulltrúa, fulltrúa í skipulagsnefndum og aðra sem ábyrgð bera á skipulagsmálum í sveitarfélögunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að 2 starfsmenn mæti á fundinn.

4.Hvalfjarðarsveit - aðalskipulag

904138

Bréf frá Landlínum dags. 28.4.2009 f.h. Hvalfjarðarsveitar þar sem aðalskipulagstillaga Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er kynnt. Athugasemdir óskast innan 4. vikna frá dagsetningu bréfs.


Lagt fram.

5.Vélhjólabraut

904156

Ný tillaga Landslags(Elísabetar Guðnýjar)lögð fram.



Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðið sem Vélhjólaíþróttafélag Akraness hefur til umráða verði stækkað úr 34.100 í ca 58.500 m2 í samræmi við tillöguna.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00