Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

28. fundur 05. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skagabraut 21 Umsókn um viðbyggingu.

1007002

Umsókn Hlyns Eggertssonar um heimild til að byggja við eldra hús (mhl 02) á lóðinni, samkvæmt aðaluppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings. Viðbyggingin er grunduð á steyptum sökkli og plötu. Burðarvirki úr timbri en á lóðarmörkum hlaðinn brandveggur.
Stærð viðbyggingar er 24m2 og 61,6m3.
Gjöld kr. 209.972,-kr.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 30.06.2010

Lagt fram.

2.Fræðslufundur fyrir kjörna fulltrúa

903186

Kynning á lögum og reglum er varða skipulags- og byggingarmál.

Nefndin leggur til að kynningarfundur verði haldinn í september.

3.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

Kynning á stöðu verkefnisins

Lagt fram og afgreiðslu frestað.

4.Faxabraut - umferðaröryggi

1005104

Framkvæmdastjóri kynnti drög að tillögum á hraðalækkandi aðgerðum á Faxabraut sem nú eru í vinnslu. Nefndin styður tillögurnar og hvetur til að þeim verði hrint í framkvæmd hið fyrsta.

5.Smiðjuvellir/Þjóðbraut - útkeyrsla á Þjóðbraut

1005105

Erindi frá bæjarráði.

Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar hugmyndum um opnun Smiðjuvalla inn á Þjóðbraut gengt Ketilsflöt enda eru hugmyndirnar ekki í samræmi við deiliskipulag og myndi auka hættu á slysum. Nefndin leggur til að unnið verði áfram að því að fá heimild hjá Vegagerðinni til að opna útkeyrslu inná Þjóðbraut frá Smiðjuvöllum 32.

6.Umferðamál 2010 - athugasemdir o.fl.

1006128

Tvö erindi:
1 - bréf frá íbúum við Skólabraut
2 - tölvupóstur frá Árna Sigfússyni, Esjubraut 14

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í ósk íbúanna um að hámarkshraði verði tekinn til skoðunar á Skólabraut. Nefndin ákveður að gerð verði mæling á fjölda ökutækja og hraða á svæðinu til að undirbúa málið. Samskonar mæling verði gerð á Esjubraut. Framkvæmdastjóra falið að kynna málið fyrir lögreglu og hvetja til þess að tíðni hraðamælinga verði aukin á Akranesi.

7.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Nýr kirkjugarður - jarðvegskönnun.
Verkfræðistofan Mannvit hefur gert kostnaðarmat á vinnu við mælingar á jarðvegi vegna hugmynda um nýjan kirkjugarð við Klapparholt.

Nefndin leggur til við bæjarráð að veittar verði kr. 500.000,- til verkefnisins.

8.Sorphirða

903109

Kynning á stöðu útboðs.

Nefndin óskar eftir að fulltrúi frá væntanlegum verktaka haldi kynningarfund um innleiðingu tveggja tunnu kerfisins í byrjun ágúst n.k.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00