Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

18. fundur 07. desember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Frumvarp til laga - þingsályktun um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 200. mál.

912010



Nefndin sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við tillöguna.

2.Garðalundur - deiliskipulag

912025


Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins.


Nefndin leggur til að haldið verði áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Höfðagrund - landsvæði suðaustan við hús nr. 11 og nr. 25-27.

909062





Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að bæta við lóðum við Höfðagrund enda geri gildandi aðalskipulag ráð fyrir frekari íbúðabyggð á sjávarfyllingu. Nefndin telur hinsvegar nauðsynlegt að afla skriflegra umsagna um þær tillögur sem eru í mótun frá Siglingastofnun og Skipulagsstofnun vegna nálægðar við ströndina og vegna hættu á ágangi sjávar. Ennfremur óskar nefndin eftir því að umsækjandi um lóðirnar leggi fram tillögu að tengingu lóða við gatnakerfið á svæðinu. Framkvæmdastjóra falið að afla umsagna og óska eftir tillögu að gatnaskipulagi frá umsækjanda.

4.Húsakönnun

809035

Niðurstöður úr greinargerð vegna bæja- og húsakönnunar lagðar fram.





Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þ. 28. nóv. 2006 að ráðist yrði í húsakönnun í elsta hluta kaupstaðarins eða nánar tiltekið svæði suð-vestan Stillholts og Faxabrautar. Til verkefnisins var ráðinn Guðmundur L. Hafsteinsson, arkitekt og jafnframt var skipuð sérstök samráðsnefnd en hana skipuðu fulltrúar frá bæjarstjórn, skipulagsnefnd, menningarmála- og safnanefnd (nú Akranesstofa), Byggðasafni og tækni- og umhverfissviði kaupstaðarins (nú Skipulags- og umhverfisstofu).


Nú liggur fyrir endanleg skýrsla sem nýta ber til að móta stefnu um þróun byggðar á svæðinu, vernda sérstök gæði byggðarinnar og til að móta bæjarumhverfið til framtíðar.



Skipulags- og umhverfisnefnd og Samráðsnefnd um bæjar- og húsakönnun leggja því til við bæjarstjórn að eftirfarandi stefnumörkun verði samþykkt:



Bæjarstjórn Akraness samþykkir að þær tillögur og niðurstöður sem fram koma í skýrslunni "Perla Faxaflóa - Bæjar- og húsakönnun á Skipaskaga" verði hafðar að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana á því svæði sem könnunin tekur til.


Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00