Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

4. fundur 02. mars 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Vignir Eggertsson, umsókn sem pípulagningameistari á Akranesi.

902189

Umsókn Vignis Eggertssonar um heimild til að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraneskaupstaðar sem pípulagningameistari.
Meðfylgjandi er úrdráttur úr færslubók byggingarfulltrúa í Fljótsdalshéraðs og meistarabréf.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 24.02.2009
Gjöld kr. 11.882,- kr.

2.Suðurgata 32, Fyrirspurn

902225

Beiðni Magnúsar Fr. Ólafssonar f.h. Kala ehf um undanþágu frá byggingarreglugerð 441/1998 gr. 110.5 um að litið sé fram hjá aðgengi fatlaðra við hönnun, þar sem verið er að breyta húsnæðinu í gistiheimili (farfuglaheimili).

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.

3.Heiðarbraut 40 - fyrirspurn um stækkunarmöguleika

902230

Erindi frá Skarðseyri ehf

Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna um málið.

4.Umsókn um lóð - endurgjaldslaus afnot.

902173

Erindi frá bæjarráði vegna fyrirspurnar frá BM-Vallá ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til gjaldtöku vegna einstakra lóðaúthlutana en telur rétt í ljósi aðstæðna að endurskoða úthlutunarreglur, tímafresti og einstaka liði gjaldskrár um gatnagerðargjöld.

Bergþór Helgason vék af fundi meðan fjallað var um erindið.

5.Hlynskógar 1 - eigendaskipti.

902174

Erindi frá bæjarráði vegna fyrirspurnar frá BM-Vallá ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst gegn því að eigendaskipti fari fram á lóð áður en sökklar eru steyptir.

Bergþór Helgason vék af fundi meðan fjallað var um erindið.

6.Landráðstefna um Staðardagskrá 21.

902125

Framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu mun sækja ráðstefnuna ásamt einum nefndarmanni.

7.Húsakönnun

809035

Umfjöllun um tillögu að formála og niðurlagi greinargerðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra að koma niðurstöðum nefndarinnar til samráðsnefndar og höfundar greinargerðarinnar.

8.Krókatún - Deildartún

810182

Tillaga Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur arkitekts lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00