Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

24. fundur 12. apríl 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Kirkjubraut 11 - deiliskipulagsbreyting

1002009

Á fundi nefndarinnar þ. 29. mars var afgreiðslu málsins vísað til næsta fundar.


Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir og gerir að sinni umfjöllun framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu varðandi athugasemdir vegna fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga á lóðinni Kirkjubraut 11. Nefndin áréttar kröfu um að lokaðri sorpgeymslu sé komið fyrir í væntanlegri viðbyggingu. Einnig áréttar nefndin að vegghæð nýbyggingar skuli ekki fara upp fyrir vegghæð á aðliggjandi húsnæði. Framangreindir skilmálar skulu færðir inná uppdrátt.


Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt með fyrrgreindum skilmálum með vísun til 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

2.Merking gatna 2010.

1003186

Erindi frá Framkvæmdaráði þar sem óskað er eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á nauðsyn gatnamerkinga út frá umferðaröryggissjónarmiðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur mjög brýnt að yfirborðsmerkingum gatna sé vel sinnt enda hafa merkingarnar ótvírætt gildi fyrir öryggi akandi og gangandi umferðar.

Sérstaklega er nauðsynlegt að gangbrautir séu vel merktar og ef vel ætti að vera þarf að bæta þær merkingar verulega frá því sem nú er.

3.Frumvarp til laga - skipulags-,mannvirkja-og brunavarnalög 2010

1003082

Fyrir liggur umsögn stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga um frumvörpin.Umsögn skipulags- og umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar um frumvörp til skipulagslaga, mannvirkjalaga og laga um brunavarnir
Frumvörpin bárust frá nefndarsviði Alþingis til Akraneskaupstaðar og voru þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar þ. 29. mars s.l. Nefndin lauk umfjöllun sinni á fundi sínum þ. 12. apríl 2010.


Nefndin hefur fengið í hendur og kynnt sér umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvörpin og tekur undir öll þau atriði sem þar koma fram og styður umsögn sambandsins.


Að auki telur nefndin nauðsynlegt að skýrar sé kveðið á um þær kröfur sem gerðar verða til menntunar væntanlegs forstjóra nýrrar Byggingarstofnunar sem fjallað er um í 6. grein frumvarps til laga um mannvirki.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00