Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

25. fundur 03. maí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag

1003080

Kynning á vinnu við deiliskipulag


Framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu kynnti vinnu Faxaflóahafna við deiliskipulag Hafnarsvæðisins á Grenjum.

2.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Tillaga að nýju deiliskipulagi


Framkvæmdastjóri kynnti drög að nýju deiliskipulagi og greinargerð. Nefndin felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og leggja fram nýjar tillögur á næsta fundi.

3.Garðavöllur - deiliskipulag

1004121

Tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga númer 73/1997.

4.Garðatún - útivistarsvæði

1004043

Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu kynnti hugmyndir Akranesstofu um skipulag útivistarsvæðis og fólkvangs frá Garðalundi um Safnasvæði og með tengingu niður á Langasand.


Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar umræðu um skipulag útivistarsvæðis og fólkvangs frá Garðalundi um safnasvæði og með tengingu niður á Langasand. Nefndin leggur til að framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu geri tillögu um afmörkun svæðisins sem vinna skal með og komi því í ferli einskonar rammaskipulags. Nefndin leggur áherslu á samráð við íbúa og hagsmunaaðila við stefnumótun fyrir svæðið.

5.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Bréf Sveinbjörn Sigurðssonar hf. dags. 3. maí 2010 þar sem óskað er eftir afstöðu/tillögu á aðgengismálum á Þjóðbraut 1.



Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar tvöfaldri innkeyrslu skv. meðfylgjandi ljósriti úr teikningu. Nefndin felur framkvæmdastjóra og byggingarfulltrúa að ganga frá tillögu að einfaldri innkeyrslu í samræmi við umræður á fundinum og uppdrætti Akraneskaupstaðar frá 4. febrúar 2010 sem samræmist gildandi deiliskipulagi.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00