Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

23. fundur 29. mars 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Kirkjubraut 11 - deiliskipulagsbreyting

1002009

Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningar er liðinn og borist hafa 2 athugasemdir.
Umsögn framkvæmdastjóra var lögð fram á fundinum.



Málið kynnt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Skagabraut 21 - Viðbygging við bílskúr

811144

Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningar er liðinn og 1 athugasemd barst. Umsögn framkvæmdastjóra var lögð fram á fundinum.



Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi skilyrðum.


1. Hámarkshæð nýbyggingar við lóðarmörk verði ekki hærri en 3.2 metrar.


2. Fallið verði frá ákvæði í gildandi skipulagi um að skúr á lóð nr. 21 við Skagabraut skuli rifinn.


3. Byggingin skal falla að þeim byggingum sem fyrir eru hvað varðar útlit og byggingarefni.


Framangreind skilyrði skulu færð inná skipulagsuppdráttinn.

3.Garðalundur - deiliskipulag

912025

Auglýstur athugasemdafrestur er liðinn, 1 athugasemd barst.
Umsögn framkvæmdastjóra var lögð fram á fundinum.




Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að jarðvegsmön verði færð og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt.

4.Frumvarp til laga - skipulags-,mannvirkja-og brunavarnalög 2010

1003082

Meðfylgjandi eru drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvörpin.
Athugasemdafrestur hefur verið lengdur til 7. apríl n.k.


1. fundargerð skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.


Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Æðaroddi - breyting á deiliskipulagi

1001077


Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir Æðarodda þar sem sameinuð verði öll eldri deiliskipulög. Áætlaður kostnaður er kr. 400.000.-

6.Aðalskipulagsgerð - greiðsla kostnaðar

1003150

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2010 lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00