Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi
1012111
Gylfi Guðjónsson, arkitekt mætti til fundar við nefndina og fór yfir drög að verkefnislýsingu.
2.Samfélagsstígurinn - göngustígur á Sólmundarhöfða
1109213
Kynning á erindi frá Kristjáni Sveinssyni og Haraldi Sturlaugssyni.
Framkvæmdarstjóri kynnti erindið. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki þurfi deiliskipulagsbreytingu vegna stígsins en verkefnið þarf að vinna í samráði við skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar. Fyrirhugaður stígur liggur innan lóðar Höfða að stórum hluta og leita þarf leyfis Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða um lagningu þessa stígs þar. Þá bendir nefndin á að leita skal umsagnar Fornleifaverndar ríkisins vegna mögulegra minja á svæðinu. Stígurinn skal falla að gildandi deiliskipulagi þar sem það á við.
3.Umsókn um svæði - Blómalundur 4 og Baugalundur 7, 9 og 11
1109211
Erindi frá einkahlutafélaginu Þitt val ehf (Soffía Magnúsdóttir)
Framkvæmdarstjóra falið að ræða við umsækjenda og afla nánari upplýsinga um málið.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Ákveðið var að nefndin fundi að nýju um málið þann 10. okt. n.k. og að þá verði tekin til umfjöllunar stefnumörkun í aðalskipulaginu.