Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Jörundarholt - stórbílastæði
1204038
Tölvupóstur frá íbúum í fremra Jörundarholti dags. 10. apríl s.l.
2.Ægisbraut 15 - deiliskipulagsbreyting
1112059
Deiliskipulagsbreytingin hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar umfjöllunar.
3.Smáhýsi / sumarhús við tjaldsvæði
1203154
Framhald umræðu frá fundi 19.03 s.l. þar sem ákveðið var að halda áfram umræðum um þetta mál.
Nefndin leggur áherslu á að haldið verði áfram með skipulagningu svæðisins og gert verði ráð fyrir smáhýsum á sama stað og eldri tillaga gerði ráð fyrir.
4.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.
1012111
Fyrir liggur tillaga frá Árna sem hann hefur verið að vinna að upp úr vinnufundinum, sem haldin var þann 19.03 s.l.
Tillagan rædd og ákveðið að bæta við fleiri markmiðum áður en hún verði kynnt fyrir bæjarstjórn.
5.Tillaga til þingsályktunar, mál 727 - vernd og orkunýting landssvæða
1204144
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.
Lagt fram.
6.Vatnaáætlun 2011-2015 - opinber kynning á áfanga- og verkáætlun
1204109
Umhverfisstofnun minnir á að kynningu á Áfanga- og verkáætlun fyrir gerð vatnaáætlunar 2011 - 2015 lýkur þann 2. maí nk.
Lagt fram.
7.Smiðjuvellir 3a og b um heimild til að setja upp sogkerfi fyrir utan húsið
1204146
Afgreiðsla til kynningar
Lagt fram.
8.Víðigerði 3 umsókn um heimild til að setja glugga í upprunalegt horf
1204158
Afgreiðsla til kynningar
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Nefndin býður bréfritara til viðræðna á næsta fund nefndarinnar.