Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

57. fundur 31. október 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Umfjöllun um endurskoðun aðalskipulags.

Farið var yfir umræður sem fram fóru á kynningarfundi um endurskoðun aðalskipulags með bæjarfulltrúum þann 18.10. s.l. Bæjarstjórn samþykkti lýsingu verkáætlunar þann 25.10 s.l.

2.Miðbær 3 - umsókn um lóð

1110149

Erindi frá Atlantsolíu með beiðni um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð.

Nefndin tekur jákvætt i að fundin verði lóð fyrir Atlantsolíu á Akranesi og felur framkvæmdarstjóra að skoða á fyrirliggjandi erindi ásamt öðrum hugsanlegum möguleikum fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Ósk frá lóðarhöfum um stækkun lóðar og heimild til deiliskipulagsbreytingar.

Skipulags og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að umsækjendur fái umbeðna stækkun lóðar. Nefndin felst á að umsækjendum verði heimilað að fara í framhaldinu í gerð tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar lóðar og húss.

4.Fyrirspurn frá Á stofunni ehf um áætlaðar breytingar á Sólmundarhöfða 7

1110263

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að við gerð endurskoðaðra teikninga af fyrirhugaðri byggingu með íbúðir fyrir eldra fólk (60 ára og eldri) sé fylgt gildandi deiliskipulagi varðandi bílastæði, bílakjallara o.fl. . Nefndin telur einnig vart koma til greina að settar verði íbúðir þar sem nú er gert ráð fyrir bílakjallara. Einnig leggur nefndin áherslu á að kröfur byggingreglugerðar séu uppfylltar varðandi ýmsa þætti s.s. þvottahús, sorpgeymslur ofl.

Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri vegna þeirra teikninga sem lagðar voru fyrir fundinn en einnig skortir upplýsingar varðandi fjölda íbúða, stærðir ofl.. Nefndin leggur áherslu á að fylgt sé eins og kostur er þeim metnaðarfullu markmiðum sem upphaflega voru sett með staðsetningu þessa húss á Sólmundarhöfða.

5.Hreinsunarátak á iðnaðarlóðum

1110166

Kynning

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir því hreinsunarátaki á iðnaðarlóðum sem staðið hefur yfir.

6.Vatnasvæðisnefnd - tilnefning

1110260

Erindi frá UST um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd.

Málið kynnt og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00