Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

84. fundur 18. febrúar 2013 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Sólmundarhöfði - ósk um breytingu á skipulagi.

1302108

Bréf framkvæmdastjóra Höfða dags. 8. feb. sl. þar sem hann óskar eftir endurskoðun á deiliskipulagi Sólmundarhöfða, vegna aðkomu að Sólmundarhöfða.

Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.

2.Breið - umsókn um lóðarskika.

1109117

Tölvupóstur Birgis frá 10. jan. sl. um úthlutun lóðar á Breiðinni.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

3.Minjastofnun - ný lög og verkefni

1301251

Samantekt (drög) um hús sem fara á skrá yfir friðuð hús á Akranesi frá 2013 - 2025. Samkvæmt ósk nefndarmanna frá fundi nr.83.

Skipulags- og umhverfisnefnd ákveður að fela byggingar- og skipulagsfulltrúa að senda eigendum þeirra húsa, sem eru falla undir ákvæði laga nr. 80/2012 og tóku gildi 1. jan. 2013, bréf þar sem þeim er kynnt ákvæði laganna.

4.Langisandur sem "bláfánaströnd".

1202217

Garðyrkjustjóri kynnir nefndarmönnum umsóknina.

Nefndin fór yfir umsóknina með garðyrkjustjóra sem falið er að ganga frá umsókninni.

5.Smiðjuvellir 4, samþykkt um áætlun viðbyggingar.

1302038

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

6.Vottun og framleiðsluleyfi á steinsteypu.

1112026

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00