Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

105. fundur 20. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni HB-Granda um götustæði neðst á Suðurgötu undir fiskmóttökuhús.

1401083

Bréf dags. 5. des. 2013, varðandi lóð milli Bárugötu 8-10 og Hafnarbrautar 3.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að athuga þarf aðkomu að lóðum við Hafnarbraut 3A og 3B.

2.Deiliskipulagsbreyting Smiðjuvalla, Kalmansvellir 6 og Smiðjuvellir 3.

1401126

Bréf dags. 17. jan. 2014 varðandi stækkunaráform Akraborgar ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa á Kalmansvöllum 6 og Smiðjuvöllum 3, um skipan lóðamála í samræmi við umræður á fundinum.

3.Deiliskipulagsbreyting - Sólmundarhöfði, innkeyrsla frá Innnesvegi.

1308181

Breyting á áður auglýstu deiliskipulagi Sólmundarhöfða.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að uppdrætti verði breytt í samræmi við þá tillögu sem kynnt var á fundinum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði í framhaldinu auglýst að nýju, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fyrirspurn varðandi breytta notkun lóðar við Heiðarbraut 40.

1401127

Bréf dags. 16. jan. 2013 varðandi heimild til að breyta notkun lóðar úr verslunar- og þjónustulóð í íbúarhúsalóð.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar málinu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00