Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

41. fundur 21. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Magnús Guðmundsson aðalmaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting

1011063

Athugasemdafresti er lokið, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

2.Faxabraut 3, tillaga að nýtingu lóðar

907040

Erindi Faxaflóahafna um lækkun á nýtingarhlutfalli.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á að nýtingarhlufall lóðarinnar verði lækkað enda verði gengið frá því með formlegri breytingu á gildandi skipulagi. Nefndin bendir á að lóðarhafi þarf að senda inn breytingartillögu á gildandi deiliskipulagi.

3.Höfðasel 2-4 - deiliskipulagsbreyting

1101172

Breytingin hefur verið grenndarkynnt.

Fyrir fundinum liggur skriflegt samþykki allra lóðarhafa sem breytingin var grenndarkynnt fyrir

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

4.Kirkjubraut 39 - sjálfsafgreiðslustöð

1102290

Fyrirspurn Atlantsolíu ehf. um sjálfsafgreiðslustöð.

Nefndin leggst ekki gegn erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulags en telur að í ljósi eðlis þeirrar starfsemi sem spurt er um, verði leitað eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

5.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - vélhjólabraut

1102081

Kynning á hugmyndurm um lausn á hreinlætisaðstöðu.

Nefndin samþykkir tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir hreinlætisaðstöðu á æfingasvæði Vélhjólaíþróttafélags Akraness á meðan unnið er að deiliskipulagi svæðisins. Uppsetning og frágangur verður gerður í samráði við framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar.

6.Kynningarfundur um skipulags- og mannvirkjalög.

1102078

Kynningarfundur um ný skipulags- og mannvirkjalög verður haldinn í Borganesi föstudaginn 25. febrúar n.k. kl. 13-16.

Nefndin mælir með að þeir nefndarmenn sem hafa tök á sæki fundinn.

7.Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga

1005102

Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur mætti á fund nefndarinnar.

Umsögn

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á eftirfarandi þætti vegna þeirrar vöktunaráætlunar fyrir iðjuverin á Grundartanga sem Umhverfisstofnun sendi bæjarfélaginu:

1. Sérstök athygli er vakin á því að vatnsból Akurnesinga sækir neysluvatn í yfirborðs- og afrennslisvatn í Akrafjalli og því þarf að gæta sérstaklega að vöktun þess svæðis bæði hvað varðar gæði vatnsins og mögulega efnamengun á jarðvegi. Vegna þessa leggst nefndin gegn því að dregið sé úr vöktun á þessu svæði og að bætt sé inn vöktun á efnasamsetningu jarðvegs á svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á að teknar séu upp mælingar á þungmálmum í jarðvegi í Akrafjalli.

2. Lögð er áhersla á að verkferlar séu skýrðir umfram það sem nú er varðandi eftirfarandi:

a. Kynning á niðurstöðum mælinga fyrir almenningi

b. Viðbragðsáætlanir ef útaf bregður t.d. vegna þess að mengunarvarnir bila eða ef niðurstöður mælinga sýna óeðlileg frávik.

3. Lagt er til að gerðar verði mælingar á magni díoxíns á Grundartanga ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem nú er uppi í samfélaginu um sorpbrennslur hér á landi.

4. Akraneskaupstaður leggur til að sett séu inn í áætlunina ákvæði um endurskoðun hennar á gildistíma hennar til ársins 2020 m.a. vegna breytinga á forsendum s.s. ef ný fyrirtæki taka til starfa á svæðinu.

Magnús Freyr Ólafsson vék af fundi nefndarinnar meðan fjallað var um þennan lið á grundvelli vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Framkvæmdastjóra falið að senda umsögnina til Umhverfisstofnunar.

8.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Skipan vinnuhóps

Eftirtaldi aðilar voru tilnefndir í vinnuhóp sem skal endurskoða umhverfisstefnu kaupstaðarins (Staðardagskrá 21):

Magnús Freyr Ólafsson

Valdimar Þorvaldsson

Bergþór Helgason

Hjördís Garðarsdóttir

Guðni Hannesson

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00