Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

89. fundur 06. maí 2013 kl. 16:00 - 19:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Þór Valsson formaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
 • Bergþór Helgason aðalmaður
 • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
 • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

Farið yfir síðustu breytingar og dagsetningar kynninga ákvarðaðar.

Samþykkt var að boða til almenns kynningarfundar og málið kynnt fyrir bæjarstjórn, við fyrsta tækifæri.

2.Breiðin - Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2013

1304196

Sjóðurinn hefur ákveðið að veita Akraneskuapstað styrk að fjárhæð kr. 3.400.000 til hönnunar og framkvæmda á Breiðinni. Áætlaður kostnaður við skiplagsvinnu er kr. 1.125.000, en heildarkostnaður verkefnisins er kr. 8.450.000.

Styrkurinn kynntur og þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru í framhaldi af því. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að fjárveiting til skipulagshluta verkefnisins verði tekin af fjárveitingu til deiliskipulagsverkefna fyrir árið 2013, en vísar málinu að öðru leiti til bæjarráðs.

3.Langisandur - Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2013

1304197

Sjóðurinn hefur ákveðið að veita Akraneskaupstað styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 á móti jafnháu framlagi kaupstaðarins.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting til þessa verkefnis að fjárhæð kr. 2.000,000

4.Deiliskipulagstillaga - Veitingastaður við Jaðarsbakka

1303002

Skipulagsáætlun lögð fram vegna aðal- og deiliskipulagsbreytingar.

Byggingar- og skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að lýsingu verkáætlunar vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Jaðarsbakka. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst. Sigurður Haraldsson vék af fundi meðan málið var rætt.

5.Umhverfisverðlaun 2013

1305020

Verkferlar ræddir

Garðayrkjustjóri lagði fram tillögu um fyrirkomulag sem nefndin samþykkti.

6.Sólmundarhöfði 7 - deiliskipulagsbreyting

1303097

Ákvörðun um grenndarkynningu.

Samkvæmt ábendingu Skipulagsstofnunar er ekki þörf á grenndarkynningu eins og samþykkt var að viðhafa á fundi nr. 87. Því samþykkir skipulags- og umhvefisnefnd eftirfarandi:

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að tillaga að breytingu á skipulagi Sólmundarhöfða 7 sé það óveruleg að hún falli undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sú málsgrein segir að sé breytingin það óveruleg og hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn er grenndarkynning óþörf.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda.

7.Deiliskipulag - Akratorg

1210163

Farið yfir greinagerð byggingar- og skipulagsfulltrúa.

Greinargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00