Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
68. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 15. desember 2008 og hófst hann kl. 16:00
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Guðmundur Magnússon, aðalmaður 
Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður 
Magnús Guðmundsson, aðalmaður 
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs 
Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi 
Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviði 
Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir 
Fyrir tekið:
| 0808031 - Kalmansvellir 6 innbyrðis breytingar á húsnæði. | ||
| Umsókn Bjarna Vésteinssonar f.h. JÞ ehf um heimild til að byggja tengigang á milli aðalbyggingar og ketilhúss, samkvæmt aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings. Tengibyggingin er á steyptum sökklum og plötu en yfirbygging úr timbri byggt upp sem EI-60 veggir og þak.Stærð tengigangs er 10,6m2. Bókun byggingarfulltrúa: Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.12.2008. Gjöld kr. 177.671,-kr | ||
| Lagt fram. | ||
|   | ||
| 2.  | 0811140 - Æðaroddi 36 - stækkun byggingarreits. | |
| Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi lóðar við Æðarodda 36. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður og nýtingarhlutfall aukið. | ||
| Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samþykki nágranna liggur fyrir. | ||
|   | ||
| 3.  | 0809037 - Kirkjubraut - deiliskipulag. | |
| Umfjöllun um tillögu Árna Ólafssonar á breytingum við Kirkjubraut. | ||
| Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hugmyndir hönnuða verði kynntar bæjarstjórn þegar búið verður að vinna úr ábendingum sem fram komu á fundinum. | ||
|   |  | |
| 4.  | 0812090 - Hjólreiðaáætlun. | |
| Tölvubréf Sverris Bollasonar skipulagsverkfræðings dags. 4. desember 2008, þar sem hann býður fría kynningu á hjólreiðaáætlunum. | ||
| Nefndin samþykkir að fá bréfritara til að kynna "hjólreiðaáætlun" og felur sviðsstjóra að finna heppilegan tíma. | ||
|   | ||
| 5.  | 0812088 - Smiðjuvellir 26 - byggingarreitur, athugasemd. | |
| Tölvupóstur Barkar Jónssonar dags. 7. desember 2008. | ||
| Nefndin felur sviðsstjóra að leggja fram greinargerð um málið á næsta fundi. | ||
|   | ||
| 6.  | 0812098 - Skipulagsverkefni 2009 - fjárhagsáætlun. | |
| Sviðsstjóri leggur fram lista að skipulagsverkefnum fyrir árið 2009. | ||
| Fyrir árið 2009 er gerð tillaga um eftirtalin skipulagsverkefni: Aðalskipulag - ýmsar breytingar. Bæjar- og húsakönnun - ljúka verkefni og gefa út skýrslu. Akratorg - deiliskipulag. Skógahverfi 3. áfangi - deiliskipulag. Breiðarsvæði - deiliskipulag. Skógrækt - deiliskipulag Smiðjuvellir - deiliskipulag. Stofnanareitur(Bókasafnsreitur) - deiliskipulag Kirkjubraut - deiliskipulag. Æðarodda - deiliskipulag. Ófyrirséð skipulagsverkefni. Áætlaður heildarkostnaður: 13.500.000,- | ||
|   | ||
| 7.  | 0812091 - Garðagrund 3 - deiliskipulag. | |
| Nýr uppdráttur af breytingu á deiliskipulagi frá Kanon | ||
| Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. | ||
|   | ||
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50
 
					
 
  
 



