Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

67. fundur 01. desember 2008 kl. 16:00 - 17:45

67. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn  í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 1. desember 2008 og hófst hann kl. 16:00.

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Magnús Guðmundsson, aðalmaður

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs  

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir,

_____________________________________________________________ 

Byggingarmál:

 

1.

0811113 - Vogabraut 5 umsókn um svæði til að geyma og reisa hús á lóð FVA.

Umsókn Péturs Óðinssonar og Sigurgeirs Sveinssonar dags. 07.10.2008 f.h. Fjölbrautaskóla Vesturlands, þar sem óskað er eftir leyfi til að smíða og reisa timburhús (skv. uppdrætti), sem eru hluti af námskrá á tréiðnaðarbraut.

Skipulags- og byggingarnefnd leggst ekki gegn því að byggingarfulltrúi veiti stöðuleyfi fyrir smíði timburhúss nemenda á skilgreindum reit skv. innsendum teikningum, enda verið gert í samvinnu við slökkviliðsstjóra með tilliti til eldvarna.

 

2.

0809077 - Göngubrú að gamla vita - Vísun frá byggingarfulltrúa, umsókn um stöðuleyfi.

Tölvupóstur Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra dags. 22. september 2008 þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir göngubrú frá Breið út í Gamla vita skv. nýjum uppdrætti Almennu Verkfræðistofunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar í fyrri bókun nefndarinnar um mál þetta frá 21.7.2008.

Nefndin getur ekki fallist á að veitt verði stöðuleyfi fyrir 90 metra langa göngubrú út í gamla vitann.

Nefndin leggur þess í stað til að bæjarstjórn láti vinna endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem metin verði m.a. sjónræn áhrif mannvirkisins og breytingin auglýst til umsagnar skv. gildandi lögum.

Skipulagsmál:

 

3.

0811144 - Skagabraut 21 - Viðbygging við bílskúr.

Fyrirspurn Hlyns Eggertssonar þar sem hann óskar eftir að fá að reisa frístundahús við bílskúr á lóð Skagabrautar 21.

Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.

 

4.

0811140 - Æðaroddi 36 - stækkun byggingarreits.

Fyrirspurn Jóns Árnasonar f.h. Jóns Árnasonar sf. þar sem hann fer fram á að stækka byggingarreit og hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar við Æðarodda 36.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að leggja þarf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00