Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
67. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 1. desember 2008 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Guðmundur Magnússon, aðalmaður
Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður
Magnús Guðmundsson, aðalmaður
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Ólafsdóttir,
Byggingarmál:
0811113 - Vogabraut 5 umsókn um svæði til að geyma og reisa hús á lóð FVA. | ||
Umsókn Péturs Óðinssonar og Sigurgeirs Sveinssonar dags. 07.10.2008 f.h. Fjölbrautaskóla Vesturlands, þar sem óskað er eftir leyfi til að smíða og reisa timburhús (skv. uppdrætti), sem eru hluti af námskrá á tréiðnaðarbraut. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggst ekki gegn því að byggingarfulltrúi veiti stöðuleyfi fyrir smíði timburhúss nemenda á skilgreindum reit skv. innsendum teikningum, enda verið gert í samvinnu við slökkviliðsstjóra með tilliti til eldvarna. | ||
|
||
2. |
0809077 - Göngubrú að gamla vita - Vísun frá byggingarfulltrúa, umsókn um stöðuleyfi. | |
Tölvupóstur Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra dags. 22. september 2008 þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir göngubrú frá Breið út í Gamla vita skv. nýjum uppdrætti Almennu Verkfræðistofunnar. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd vísar í fyrri bókun nefndarinnar um mál þetta frá 21.7.2008. Nefndin getur ekki fallist á að veitt verði stöðuleyfi fyrir 90 metra langa göngubrú út í gamla vitann. Nefndin leggur þess í stað til að bæjarstjórn láti vinna endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem metin verði m.a. sjónræn áhrif mannvirkisins og breytingin auglýst til umsagnar skv. gildandi lögum. Skipulagsmál: | ||
|
||
3. |
0811144 - Skagabraut 21 - Viðbygging við bílskúr. | |
Fyrirspurn Hlyns Eggertssonar þar sem hann óskar eftir að fá að reisa frístundahús við bílskúr á lóð Skagabrautar 21. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara. | ||
|
||
4. |
0811140 - Æðaroddi 36 - stækkun byggingarreits. | |
Fyrirspurn Jóns Árnasonar f.h. Jóns Árnasonar sf. þar sem hann fer fram á að stækka byggingarreit og hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar við Æðarodda 36. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að leggja þarf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. | ||
|