Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

64. fundur 06. október 2008 kl. 16:00 - 18:00

64. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn  í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 6. október 2008

og hófst hann kl. 16:00

_____________________________________________________________

Fundinn sátu:

Bergþór Helgason, formaður,

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

 

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

   

    Byggingarmál:

 

1.

0809054 - Breiðargata 4, umsókn um stöðuleyfi fyrir "fiskhjall"

Umsókn Ólafs T. Elíassonar um heimild fyrir stöðuleyfi til að setja 35m2 ?fiskhjall? á lóðinni Breiðargata 4.

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 18.09.2008 á grundvelli samnings um afnot  lóðinni dags 15.09.2008 málsnúmer 0809041.

Stöðuleyfið gildir til 30.09.2009

Lagt fram.

 

2.

0809072 - Ægisbraut 21,Umsókn um byggingarleyfi

Umsókn Þórhalls M. Sverrissonar og Sverris Sigurðssonar um heimild til að byggja iðnaðarhús samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts. Húsið er stálgrindarhús klætt með Yl-einingum að utan, vegg og þak. Í húsinu eru þrjár matseiningar.

Stærðir: 300,9 m2 og 1556,3m3

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.09.2008.

Lagt fram.

 

 

3.

0810024 - Höfðasel 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir steypustöð

Umsókn Viðars Steins Ármanssonar f.h. BM-Vallá  ehf um heimild til að byggja nýja steypustöð á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Viðars Steins byggingarfræðings. Steypustöðin er byggð úr steinsteypu og stáli.

Stærð stöðvar samkvæmt  skráningartöflu er 105,8m2

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 03.10.2008

Senda  þarf inn endurnýjun á  starfsleyfi stöðvarinnar til steypuframleiðslu sem fyrst.  Meðfylgjandi þurfa að vera gögn frá verkfræðistofu, um úttekt á framleiðslu fyrirtækisins og bréf frá umhverfisráðuneytinu um viðurkenningu ráðuneytisins á að þeim sem annast gæðamat steypuefnis og steinsteypu og til að gefa umsögn um rekstrarhæfi steypustöðvarinnar, sbr. 2. tl. 131 gr. byggingarreglugerðar.

Lagt fram.

 

4.

0810025 - Smiðjuvellir 9, umsókn um breytingar á þaki

Umsókn Halldórs Stefánssonar um heimild til að breyta þaki hússins og endurbæta það. Meðfylgjandi eru brunatæknilegir útreikningar fyrir forsendum þess að fella niður reyklúgur í þaki, yfirfarnir og staðfestir af verkfræðistofunni Mannvit ehf c/o Lárus Ársælsson verkfræðing.

Bókun byggingarfulltrúa:

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 03.10.2008

Lagt fram.

 

5.

0810012 - Leiðbeiningar um byggingu geymsluskúra á íbúðarhúsalóðum á Akranesi

Byggingarfulltrúi leggur fram endanlegar tillögur á næsta fundi, í samræmi við umræður á fundinum.

 

Skipulagsmál:

 

6.

0808008 - Mánabraut 11 - færa eignarhluta yfir á Mánabraut 9

Sviðsstjóri gerði grein fyrir svari sem sent var  vegna óska umsækjenda um rökstuðning vegna synjunar á erindi.

Lagt fram.

 

7.

0809028 - Vesturgata 51 (Vindhæli) - niðurrif/flutningur

Greinargerð Guðmundar Lúthers Hafsteinssonar arkitekts, dags. 1. október 2008 lögð fram.

Erindið hefur verið sent Húsafriðunarnefnd til umfjöllunar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00