Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

57. fundur 02. júní 2008 kl. 16:00 - 18:00

 57. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 2. júní 2008 og hófst hann kl. 16.00.

_____________________________________________________________

 

Fundinn sátu:   

Bergþór Helgason, formaður

Guðmundur Magnússon, aðalmaður

Helga K. Haug Jónsdóttir, aðalmaður

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi, byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs

Haraldur Helgason, áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði:  Guðný Ólafsdóttir, fundarritari

_____________________________________________________________

Fyrir tekið:

1. 0805151 - Húsverndarsjóður 2007, styrksúthlutun v/2007


Úthlutun styrks úr Húsverndunarsjóði Akraneskaupstaðar til Hallveigar Skúladóttur vegna Mánabrautar 9 að upphæð kr. 500.000,-
Bergþór Helgason, formaður skipulags- og byggingarnefndar kynnti forsendur og niðurstöðu nefndarinnar vegna styrkveitingar árið 2007. Afhenti hann síðan húseigenda, Hallveigu Skúladóttur styrkinn.

2. 0805039 - Húsverndarsjóður 2008


Umsóknir um styrki úr Húsverndunarsjóði frá eftirtöldum aðilum lagðar fram ásamt umsögn forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita ásamt umsögn Guðmundar Lúthers Hafsteinssonar sem hefur verið að vinna húsakönnun á Akranesi.
1.   Suðurgata 32 (Gamla apótekið), c/o Magnús Ólafsson.
2.   Vesturgata 59 (Arnarstaður), Fanney M. Karlsdóttir, Helga María  Magnúsdóttir og Sveinn Gíslason.
3.   Vesturgata 88 (Dvergasteinn), Jóna Guðrún Guðmundsdóttir.
4.   Skagabraut 41 (Fagragrund), Unnur Leifsdóttir.
5.   Deildartún 3, Hörður Hallgrímsson og Geirlaug Jóna Rafnsdóttir.
Samkvæmt mati forstöðumanns Byggðasafns Akraness teljast allar umsóknir styrkhæfar.
Eftir að eignum var forgangsraðað þá varð niðurstaða nefndarinnar sú að Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn að upphæð ein milljón króna verði veittur eigendum að Vesturgötu 59 (Arnarstað).
Nefndin setur það skilyrði fyrir úthlutuninni að haft verði samráð við byggingarfulltrúa um allar breytingar og tæknilegar lausnir sem notaðar verða við endurbæturnar.

3. 0805120 - Hafnarbraut 13, umsókn um byggingarleyfi


Umsókn Jóns E. Guðmundssonar f.h. Akurhafnar ehf um  leyfi til að byggja stálgrindarhús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Jóns Eiríks Guðmundssonar byggingarfræðings.
Stærð húss: 1328,8 m2 og 7.325,0 m3  með  alls 12 matseiningar.
Gjöld kr.   21.016.966,--kr.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.05.2008

4. 0805146 - Fyrirspurn um stækkun húss


Fyrirspurn Ingólfs Árnarsonar f.h. Í.Á. Hönnun ehf um hvort heimild fáist fyrir stækkun hússins að Kirkjubraut 11 í átt að bílastæðum vestanvert í lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd telur beiðnina ekki samræmast gildandi deiliskipulagi og getur því ekki orðið við erindinu.

5. 0805098 - Þjóðbraut, tímabundið leyfi fyrir skilti


Umsókn N1 um leyfi fyrir skilti vegna framkvæmda við hringtorg á Þjóðbraut, fram að september 2008.
Samþykkt af byggingarfulltrúa 21. maí 2008.

6. 0805143 - Meistararéttindi


Umsókn Eiðs Guðjónssonar um heimild til að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraneskaupstaðar sem múrarameistari.
Meðfylgjandi er úrdráttur úr færslubók byggingarfulltrúa í Mosfellsbæ og meistarabréf 
Gjöld kr.   10.097,- kr
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.05.2008

7. 0805131 - Bakkatún 14 - niðurrif á húsi


Ósk eigenda Bakkatúns 14 um að fá að rífa húsið.
Bréf Húsafriðunarnefndar dagsett 19. maí 2008 lagt fram, þar sem ekki er gerð athugasemd við að húsið verði fjarlægt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir beiðni íbúanna um niðurrif á húsinu.
Nefndin beinir þeim tilmælum til eigenda að gera henni grein fyrir framtíðarhugmyndum um uppbyggingu á lóðinni.

 

8. 0805110 - Skógahverfi og nágrenni - umferðamerki
Tillaga tækni- og umhverfissviðs.
Skilgreindur hámarkshraði í Skógahverfi 1. og 2. áfanga verði 30 km.
Þær götur sem um ræðir eru:
Skógahverfi 1. áfanga:
Asparskógar, Álmskógar, Beykiskógar, Birkiskógar, Eikarskógar, Hlynskógar, Seljuskógar og Viðjuskógar.
Skógahverfi 2. áfanga:
Akralundur, Álfalundur, Baugalundur, Blómalundur, Eyrarlundur, Fagrilundur og Fjólulundur.        
Umferðamerkingar í Skógahverfi 2. áfanga verði sem hér segir:
Biðskylda verði á umferð af:
Akralundi gagnvart umferð á Asparskógum,
Álfalundi gagnvart umferð á Asparskógum,
Eyrarlundi gagnvart umferð á Álfalundi og Akralundi,
Fjólulundi gagnvart umferð á Eyrarlundi,
Fagralundi gagnvart umferð á Eyrarlundi,
Baugalundi gagnvart umferð á Akralundi,
Blómalundi gagnvart umferð á Baugalundi.
Bifreiðastöður verði bannaðar við eftirtaldar götur:
Bresaflöt, Ketilsflöt og Þormóðsflöt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna.

 

9. 0805060 - Nýlendureitur - deiliskipulag (úr svæði Vesturgata - Grenjar)
Ný og endurbætt tillaga frá hönnuði lögð fram, þar sem komið er til móts við ábendingar frá eigendum íbúa að Merkurteig 10.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.   18.45


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00