Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

53. fundur 31. mars 2008 kl. 16:00 - 18:00

53. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 31. mars 2008 kl. 16:00.

______________________________________________________

 

Mætt á fundi:           

Bergþór Helgason formaður

Magnús Guðmundsson

Guðmundur Magnússon

Björn Guðmundsson

Gunnar Freyr Hafsteinsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 _____________________________________________________________

 

Skipulagsmál

 

 

1.

Vísun frá bæjarráði, ný frumvörp um byggingar- og skipulagsmál

 

Mál nr. SB080034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vísun frá bæjarráði Akranes þar sem óskað er umsagnar byggingar- og skipulagsnefndar  vegna  eftirtalinna frumvarpa  Alþingis:

Skipulagslög, 374, mál, heildarlög, www.althingi.is/altext/s/0616.html

Mannvirki,375. mál,heildarlög, www.althingi.is/altext/s/0617.htm

Brunavarnir,  376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar og fl. www.althingi.is/altext/s/0618.htm.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir greinargerð sem fylgir með fundargerð.

 

 

2.

Vísun frá bæjarráði, bæklingur um umhverfi og heilsu barna í norrænum leikskólum

 

Mál nr. SB080033

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vísun bæjarráðs Akranes til skipulags og byggingarnefndar  varðandi bækling um "Umhverfi og heilsu barna í norrænum leikskólum" sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

Lagt fram.

 

 

3.

Gangbrautir og og merkngar á Skarðsbraut, bréf skólastjóra leikskóla Vallasels

 

Mál nr. SB080035

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf leikskólastjórans að Vallarseli, Brynhildi B. Jónsdóttur þar sem þess er farið á leit að merktar verði gangbrautir, með viðeigandi merkjum á Skarðsbraut við leikskólann Vallarsel.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að merktar verði gangbrautir yfir Skarðsbraut á móts við göngustíga sitt hvoru megin lóðar leikskólans.

Á milli þeirra verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst.

 

 

4.

Höfðasel 4, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB080038

 

530669-0179 B.M.Vallá ehf, Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík

Erindi Viðars Steinars Árnasonar f.h. BM-Vallá hf, dags. 28.3.2008 þar sem óskað er eftir að byggingarreitur á lóð Höfðasels 4 sé stækkaður um 20 x 12.5 metra á norðvesturhlið hansskv. meðf. uppdrætti.

Bergþór Helgason veik af fundi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Lóðarhafar aðliggjandi lóða hafa samþykkt breytinguna með undirskrift sinni á deiliskipulagsuppdrátt í samræmi við 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

 

6.

Vesturgata - gangbraut, umsögn

 

Mál nr. SB080024

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 1. febrúar 2008 þar sem óskað er umsagnar á erindi Þorkels Kristinssonar um að fá gangbraut á Vesturgötu  við hús númer 115 til móts við Brekkubæjarskóla.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að útbúin verði gangbraut á móts við Vesturgötu 113.

 

 

7.

Skipulagsdagur 2008, samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

 

Mál nr. SB080039

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Meðfylgjandi tölvupóstur þar sem Skipulagsdagur 2008 er kynntur og  eru fundardagar 8. og 9. maí n.k.

Lagt fram.

 

 

8.

Reynigrund, umferðamál - 30 km hámarkshraði

 

Mál nr. SB080040

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tölvupóstur bæjarstjóra dags. 27. mars þar sem óskað er eftir að hámarkshraða við Reynigrund verði breytt í 30 km.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að settar verði þrengingar á Reynigrund og Víðigrund.

Þrengingar verði við gangstíga í samræmi við það sem gert hefur verið á Bjarkargrund, Furugrund og Grenigrund.

Sviðsstjóra falið að vinna yfirlit fyrir nefndina varðandi núverandi stöðu  hámarkshraða á götum Akraness.

 

 

9.

Sleða- og snjóþotuhólar, tómstunda- og forvarnanefnd

 

Mál nr. SB080041

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Helgu Gunnarsdóttur dags. 12. mars 2008 f.h. tómsunda- og forvarnanefndar þar sem nefndin beinir því til skipulagsnefndar að hugað verði að gerð sleða- og snjóþotuhóla innan bæjarlandsins.

Nefndin tekur jákvætt í erindi tómstunda- og forvarnanefndar og felur sviðsstjóra að vinna áfram með hugmyndirnar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00