Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

47. fundur 28. janúar 2008 kl. 16:00 - 17:15

47. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 28. janúar 2008 kl. 16:00.

______________________________________________________

 

Mætt á fundi:           

Bergþór Helgason formaður

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Guðmundur Magnússon

Björn Guðmundsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

______________________________________________________

 

Byggingarmál

 

 

1.

Höfðabraut 6, geymsluhús á lóð

(000.683.03)

Mál nr. SB080006

 

060862-6649 Carlos Nigel Taroni, Höfðabraut 6, 300 Akranesi

Umsókn Carlos Nigel Taroni um að setja geymsluskúr á lóðina. Geymslu skúr þessi er 2,0m frá lóðarmörkum.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigendi lóðarhafa.

Gjöld:   9.163,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 24.01.2008

Geymsluskúr skal festa niður í samráði við byggingarfulltrúa

 

 

2.

Mánabraut 20, stöðuleyfi fyrir steypusíló

(000.883.07)

Mál nr. SB080008

 

560269-5369 Sementsverksmiðjan hf., Mánabraut 20, 300 Akranesi.

Umsókn Egils Viðarssonar f.h.  Sementsverksmiðjunnar hf. um stöðuleyfi fyrir 86m3 sementssíló á lóðinni. Sílóið er grundað á steypta undirstöðu samkvæmt verkfræðiuppdráttum Egils Viðarsonar verkfræðing.

Gjöld:   19.219,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 25.01.2008

 

 

3.

Meistararéttindi, Málarameistari

 

Mál nr. SB080005

 

050844-3159 Benedikt Jónmundsson, Bakkatún 10, 300 Akranesi.

Umsókn Benedikt Jónmundssonar um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem málarameistari.

Meðfylgjandi:  Meistarabréf, útgefið 14.04. 1978

Gjöld: 9.163,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 16.01.2008

 

Skipulagsmál

 

 

4.

Skipulagsstofnun, námskeið

 

Mál nr. SB080003

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.

Tilkynning um námskeið á vegum Skipulagsstofnunar sem vera á í Reykjavík 31. janúar og 1 febrúar 2008.

Bergþór Helgason formaður, Helga Jónsdóttir og Guðmundur Magnússon munu fara á fundinn f.h. nefndarinnar.

 

 

5.

Flóahverfi, deiliskipulag

 

Mál nr. SU060023

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Hugmyndir að betri nýtingu svæðisins ræddar.

 

 

6.

Asparskógar 20 og 22, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB080007

 

670184-0489 Verkvík Sandtak ehf, Stangarhyl 7, 113 Reykjavík

Beiðni Gunnars Árnasonar framkvæmdarstjóra Verkvíkur - Sandtaks ehf. um deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Asparskógum 20 og 22, breytingin felst í að breikka byggingarreit um 1 metra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

 

7.

Fundadagatal, 2008

 

Mál nr. SB080009

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýtt fundadagatal fyrir árið 2008 lagt fram.

 

 

8.

Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 1. nóvember 2007, varðandi kæru frá Hildi Jónsdóttur og Valmundi Eggertssyni vegna deiliskipulags Hvítanesreits, lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00