Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
44. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 3. desember 2007 kl. 16:00.
______________________________________________________
|
Mætt á fundi: |
Sæmundur Víglundsson Magnús Guðmundsson Bergþór Helgason Björn Guðmundsson |
|
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð. |
|
1. |
Garðabraut 1, stækkun lóðar |
|
Mál nr. SB070180 |
620302-3840 Cura ehf, Ljósuvík 10, 112 Reykjavík
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Bréf Davíðs Viðarssonar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. dags. 29. nóvember 2007 í umboði Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. þar sem hann óskar eftir að skipulags- og byggingarnefnd samþykki breytingu á deiliskipulagi Garðabrautar 1. skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Breytingarnar felast í að:
Stækka lóð til suðurs að Garðabraut, lóð fyrir breytingu 3125 m2, lóð eftir breytingu 3486 m2.
Núverandi hús á lóð verði rifið.
Innan byggingareits verður byggt fjölbýlishús allt að 8 hæðum.
Fjölgað verði aðkomum að Garðabraut 1,3 og 5.
Nýtingarhlutfall verður 1.947 að bílakjallara meðtöldum.
Hæð hússins verður að hámarki 28 metrar.
Afgreiðslu frestað og sviðstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
|
2. |
Presthúsabraut 29, fyrirspurn |
|
Mál nr. SB070204 |
040261-7969 Ingvar Lúðvík Guðbjörnsson, Kjarrmóar 22, 210 Garðabær
Fyrirspurn eiganda Ingvars Lúðvíks Guðbjörnssonar um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu skv. meðf. bréfi á lóð sinni.
Meðfylgjandi er einnig bréf húsafriðunarnefndar dags. 13. mars 2007.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið.
|
3. |
Skagabraut 38, fyrirspurn |
|
Mál nr. SB070205 |
210535-7219 Haukur Viktorsson, Bakkavör 6, 170 Seltjarnarnes
Tölvubréf Hauks Viktorssonar arkitekts dags. 30. nóvember 2007 f.h. eigenda Skagabrautar 38 þar sem óskað er eftir skoðun nefndarinnar á að fá að byggja annað hús á lóð Skagabrautar 38 skv. meðf. bréfi.
Gildandi skipulag leyfir ekki frekari stækkun íbúðarhúss, enda er núverandi nýtingarhlutfall lóðar um 0,35.
|
4. |
Vallholt 5, aðalskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070206 |
670503-2080 Hvipp ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Uppdráttur lagður fram þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði sem afmarkast af Vallholti, Vesturgötu og Ægisbraut.
Umsækjanda bent á að fyrirspurn er ófullnægjandi og gögn skortir. Einnig skortir upplýsingar um að umsækjandi hafi umboð til að óska eftir breyttri landnotkun á svæðinu. Sviðstjóra falið að afla frekari gagna frá umsækjanda.
|
5. |
Laugarbraut 21, reyndarteikningar vegna eignaskiptasamnings. |
(000.863.05) |
Mál nr. SU070002 |
270861-7419 Sigurður Daníel Hallgrímsson, Laugarbraut 21, 300 Akranesi
Leiðréttar reyndarteikningar vegna leiðréttingar eignaskiptasamnings.
Samþykkt af byggingarfulltrúa 22. nóvember 2007.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30





