Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

44. fundur 03. desember 2007 kl. 16:00 - 17:30

44. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 3. desember 2007 kl. 16:00.

______________________________________________________

 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson

Magnús Guðmundsson

Bergþór Helgason

Björn Guðmundsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________ 

 

 

1.

Garðabraut 1, stækkun lóðar

 

Mál nr. SB070180

 

620302-3840 Cura ehf, Ljósuvík 10, 112 Reykjavík

700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík

Bréf Davíðs Viðarssonar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. dags. 29. nóvember 2007 í umboði Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. þar sem hann óskar eftir að skipulags- og byggingarnefnd samþykki breytingu á deiliskipulagi Garðabrautar 1. skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Breytingarnar felast í að:

Stækka lóð til suðurs að Garðabraut, lóð fyrir breytingu 3125 m2, lóð eftir breytingu 3486 m2.

Núverandi hús á lóð verði rifið.

Innan byggingareits verður byggt fjölbýlishús allt að 8 hæðum.

Fjölgað verði aðkomum að Garðabraut 1,3 og 5.

Nýtingarhlutfall verður 1.947 að bílakjallara meðtöldum.

Hæð hússins verður að hámarki 28 metrar.

Afgreiðslu frestað og sviðstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

 

2.

Presthúsabraut 29, fyrirspurn

 

Mál nr. SB070204

 

040261-7969 Ingvar Lúðvík Guðbjörnsson, Kjarrmóar 22, 210 Garðabær

Fyrirspurn eiganda Ingvars Lúðvíks Guðbjörnssonar um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu skv. meðf. bréfi á lóð sinni.

Meðfylgjandi er einnig bréf húsafriðunarnefndar dags. 13. mars 2007.

Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið.

 

3.

Skagabraut 38, fyrirspurn

 

Mál nr. SB070205

 

210535-7219 Haukur Viktorsson, Bakkavör 6, 170 Seltjarnarnes

Tölvubréf Hauks Viktorssonar arkitekts dags. 30. nóvember 2007 f.h. eigenda Skagabrautar 38 þar sem óskað er eftir skoðun nefndarinnar á að fá að byggja annað hús á lóð Skagabrautar 38 skv. meðf. bréfi.

Gildandi skipulag leyfir ekki frekari stækkun íbúðarhúss, enda er núverandi nýtingarhlutfall lóðar um 0,35.


 

4.

Vallholt 5, aðalskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070206

 

670503-2080 Hvipp ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Uppdráttur lagður fram þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði sem afmarkast af Vallholti, Vesturgötu og Ægisbraut.

Umsækjanda bent á að fyrirspurn er ófullnægjandi og gögn skortir. Einnig skortir upplýsingar um að umsækjandi hafi umboð til að óska eftir breyttri landnotkun á svæðinu. Sviðstjóra falið að afla frekari gagna frá umsækjanda.

 

5.

Laugarbraut 21, reyndarteikningar vegna eignaskiptasamnings.

(000.863.05)

Mál nr. SU070002

 

270861-7419 Sigurður Daníel Hallgrímsson, Laugarbraut 21, 300 Akranesi

Leiðréttar reyndarteikningar vegna leiðréttingar eignaskiptasamnings.

Samþykkt af byggingarfulltrúa 22. nóvember 2007.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00