Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

15. fundur 27. nóvember 2006 kl. 16:00 - 18:10

15. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 27. nóvember 2006

kl. 16:00.

 


Mætt á fundi:           

Hrafnkell Á Proppé

Sæmundur Víglundsson

Magnús Guðmundsson

Bergþór Helgason

Helga Jónsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Runólfur Þ. Sigurðsson, byggingarfulltrúi og Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri

 

 


 

1.

Álmskógar 12, nýtt einbýlishús

(001.636.09)

Mál nr. SB060057

 

030756-3129 Guðmundur Árnason, Háteigur 1, 300 Akranesi

Umsókn Snorra Guðmundssonar kt. 150678-4049 f.h. Guðmundar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Sæmundar Eiríkssonar  verkfræðings.

Stærðir húss 189,1 m2 - 666,7 m3

Bílgeymsla      44,7 m2 - 150,3 m3

Gjöld kr.:  3.204.694,-

Samþykkt af byggingafulltrúa  þann 14.11.2006.

 

2.

Smiðjuvellir 3, Stöðuleyfi fyrir hús

(000.543.03)

Mál nr. SB060112

 

490101-2170 Smiðjufell ehf, Smiðjuvöllum 3B, 300 Akranesi

Umsókn Kristjáns Einarssonar um heimild fyrir stöðuleyfi undir söluskála Bílás ehf  til 1 Júní 2007

Gjöld: kr: 5827,--

Samþykkt af byggingafulltrúa þann 14.11.2006

 

3.

Álmskógar 11, nýtt einbýlishús

(001.636.30)

Mál nr. SB060108

 

210450-2389 Þorgils Sigurþórsson, Leynisbraut 27, 300 Akranesi

Umsókn Þorgils Sigurþórssonar um heimild til þess að reisa einbýlihús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Sæmundar Eiríkssonar kt. 261249-2949 byggingarfræðings.

Stærðir húss 174,4 m2 - 638,5 m3

bílgeymsla       32,2 m2 -   89,0 m3

Gjöld kr.: 2.924.384 ,-

Samþykkt af byggingafulltrúa þann 21.11.2006

 

4.

Meistararéttindi, Stálsmíðameistari

 

Mál nr. SB060113

 

230168-5479 Guðjón Heiðar Guðmundsson, Vogabraut 28, 300 Akranesi

Umsókn Guðjóns H. Guðmunssonar um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgða  á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem stálsmíðameistari.

Meðfylgjandi: 

Sveinsbréf, útgefið 21. júní 1988

Meistarabréf, útgefið 17. maí 1991.

Gjöld kr.: 5.827,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15. nóvember 2006 í samræmi við bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

 

 

5.

Reynigrund 44, sólstofa

(001.942.02)

Mál nr. SB060040

 

070749-7699 Óli Jón Gunnarsson, Ásklif 4a, 340 Stykkishólmi

Grenndarkynning hefur farið fram og athugasemdafrestur rann út 11. nóvember 2006.

Engar athugasemdir bárust.

Með vísan í 3. grein skilmála um gróðurhús, glerskála og smáhýsi í Garðagrundarhverfi (Breyting II) samþykkir skipulags- og byggingarnefnd breytinguna.

 

6.

Dalbraut 8, Bílastæði

(000.592.02)

Mál nr. SB060118

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Fyrirspurn Lúðvíks Davíðs Björnssona  tæknifræðings f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um fyrikomulag á stungubílastæðum  frá götuhlið að húseigninni  Dalbraut 8 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið enda er fyrirkomulag stæðanna í samræmi við fyrirkomulag á aðliggjandi lóðum.

 

7.

Ökugerði, staðsetning

 

Mál nr. SB060065

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt mætti á fundinn og gerði grein fyrir deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst samkv. 25. grein skipulags-  og byggingarlaga nr. 73/1997 samhliða því að aðalskipulagsbreyting verður auglýst.

 

8.

Flóahverfi, deiliskipulag

 

Mál nr. SU060023

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir framvindu verkefnisins.

Nefndin stefnir að því að afgreiða tillöguna til auglýsingar á næsta fundi.

 

9.

Flóahverfi, aðalskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060119

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttur arkitekt gerði grein fyrir  tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem nauðsynlegt er að gera vegna fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu ökugerðis í Flóahverfi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst samkv. 21. grein skipulags-  og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

10.

Sólmundarhöfði 7, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060016

 

420502-5830 Vigur ehf., Lækjartorg 5, 101 Reykjavík

Greinargerð Ívars Pálssonar hdl. dags. 13. nóvember 2006 lögð fram.

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

 

Bókun minnihluta skipulags- og byggingarnefndar vegna breytinga á deiliskipulagi við Sólmundarhöfða.

"Undirritaðir íttreka fyrri mótmæli gegn þeim breytingum sem gerðar eru á deiliskipulaginu við Sólmundarhöfða með því að hækka fyrirhugaða íbúðarblokk úr fjórum hæðum í átta hæðir og fjölga íbúðum úr 12 í 31. Sólmundarhöfði er viðkvæmt svæði og þegar gildandi deiliskipulag var endurskoðað á árunum 2004 - 2005 var haft að leiðarljósi að ná lendingu sem sátt myndi ríkja um. Boðað var til samráðsfundar með hagsmunaaðilum og í kjölfar þess var það samhljóða niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar að draga sem mest úr byggingarmagni á svæðinu. Nú hefur meirihluti skipulags- og byggingarnefndar valið að breyta deiliskipulaginu einhliða að ósk verktakans sem var valinn í samkeppni til að byggja 12 íbúða hús á svæðinu. Sá fjöldi skriflegra mótmæla sem borist hafa sýnir að sú sátt sem náðist um skipulag svæðisins hfur verið rofin.

Hrafnkell Á. Proppé (sign) 

Magnús Guðmundsson (sign)

 

11.

Sunnubraut 2, Breytt notkun

(000.872.10)

Mál nr. BN060014

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Breytingin var auglýst, athugasemdafrestur rann út 13. nóvember 2006.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

12.

Smiðjuvellir 13 og 15, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060081

 

480794-2069 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf, Dalbraut 6, 300 Akranesi

Umsókn Þórðar Þ. Þórðarsonar f.h. Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar dags. 11. okt. 2006 þar sem óskað er eftir að sameina lóðirnar nr. 13 og 15 við Smiðjuvelli.

Uppdráttur Ómars Péturssonar lagður fram.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að breytingin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 9, 11, 17 og 28.

 

13.

Viðjuskógar 8,10,12,14,16 og 18, fyrirspurn

 

Mál nr. SB060117

 

690102-2930 Sigurjón Skúlason ehf, Ásabraut 11, 300 Akranesi

Fyrirspurn Sigurjóns Skúlasonar dags. 21 nóvember 2006 þar sem hann óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi Viðjuskóga 8,10,12,14, 16 og 18.

Breytingin felst í að breyta 4 raðhúsalóðum og 2 parhúsalóðum í 4 einbýlishúsalóðir á einni hæð.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á umrædda breytingu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00