Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

9. fundur 02. október 2006 kl. 16:00 - 18:30

9. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 2. október 2006 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Helga Jónsdóttir

Sæmundur Víglundsson

Magnús Guðmundsson

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Erna Björk Markúsdóttir, Telma Maren Antonsdóttir og Gísli S. Einarsson vegna liðar nr. 1. Gylfi Guðjónsson arkitekt vegna liðar nr. 2. Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

 


1.

Húsverndunarsjóður, úthlutun styrks

 

Mál nr. SB060072

 

071170-3739 Erna Björk Markúsdóttir, Vesturgata 40, 300 Akranesi

Úthlutun styrks úr húsverndunarsjóði til Ernu Bjarkar Markúsardóttur að upphæð kr. 1.000.000,-

Sæmundur Víglundsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar kynnti forsendur og niðurstöðu nefndarinnar vegna styrkveitingar árið 2006. Afhenti hann síðan húseigendum, Ernu Björk Markúsardóttur og Antoni Agnarssyni sem gat ekki mætt, styrkinn er að fjárhæð kr. 1,0 milljón.

 

2.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 2. áfangi

 

Mál nr. SU060019

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Gylfi Guðjónsson, arkitekt kynnti vinnu sem fram hefur farið frá síðasta fundi.

Stefnt er að yfirferð skipulagsskilmála á næsta fundi nefndarinnar.

 

3.

Umferðamál, endurskoðun á hámarkshraða

 

Mál nr. SB060027

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 22. sept. 2006 þar sem samþykkt er að vísa tillögu um lækkun hámarkshraða á Innnesvegi til umsagnar nefndarinnar.

Nefndin frestar umfjöllun um tillögu Hrannar Ríkharðsdóttur en mun taka málið til efnislegrar umfjöllunnar þegar endanleg tillaga um hámarkshraða verður lögð fyrir bæjarráð.

 

4.

Faxabraut 7, umsókn um lóðarstækkun.

 

Mál nr. SB060078

 

490269-6819 Nótastöðin hf, Faxabraut 7, 300 Akranesi

Erindinu vísað til umsagnar nefndarinnar frá bæjarráði.

Nefndin telur líklegt að unnt sé að breyta lóðamörkum til vesturs í samráði við Faxaflóahafnir.  Meðan ekki liggur fyrir hvernig tengingu milli löndunarhafnar og fiskmarkaðshúss verður háttað, er ekki hægt að verða við beiðni um stækkun lóðarinnar  til suðurs.  Nefndin leggur til að vinnu við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis verði lokið sem fyrst.

 

5.

Faxabraut 7, fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð

 

Mál nr. SB060079

 

490269-6819 Nótastöðin hf, Faxabraut 7, 300 Akranesi

Erindinu vísað til umsagnar nefndarinnar frá bæjarráði.

Meðan unnið er að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis og fyrir Akratorg telur nefndin ekki unnt að taka jákvætt í erindið.

 

6.

Skipulagskostnaður 2006,

 

Mál nr. SB060080

 

Sviðsstjóri gerir grein fyrir kostnaði við skipulagsverkefni á árinu 2006.

Nefndin óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði kr. 3.000.000,-  til viðbótar vegna fyrirliggjandi skipulagsverkefna á árinu.

 

7.

Eyrarflöt 4, aðgerð til að knýja fram úrbætur

(001.845.16)

Mál nr. SB060051

 

410405-1210 Akurhús ehf., Smiðshöfða 10, 110 Reykjavík

Bréf byggingarfulltrúa dags. 5. september 2006, varðandi aðgerðir til þess að knýja fram úrbætur á lóðinni.

Ekkert svar hefur borist frá Vigni Björnssyni byggingarstjóra hússins né eiganda sem er Akurhús ehf.

Nefndin samþykkir að fyrirliggjandi krafa vegna úrbóta verði send í innheimtu.

 

8.

Bakkaflöt 1-9, aðgerðir til þess að knýja fram úrbætur

 

Mál nr. SB060052

 

410405-1210 Akurhús ehf., Smiðshöfða 10, 110 Reykjavík

Bréf byggingarfulltrúa dags. 4. september 2006, varðandi aðgerðir til þess að knýja fram úrbætur á lóðunum.Ekkert svar hefur borist frá Vigni Björnssyni byggingarstjóra húsanna né eiganda sem er Akurhús ehf.

Nefndin samþykkir að fyrirliggjandi krafa vegna úrbóta verði send í innheimtu.

 

9.

Vesturgata 123, fyrirspurn

(000.721.03)

Mál nr. SB060074

 

130162-3559 Einar Brandsson, Vesturgata 123, 300 Akranesi

090960-5559 Ösp Þorvaldsdóttir, Vesturgata 123, 300 Akranesi

Fyrirspurn  Einars og Aspar varðandi viðbyggingu við hús og bílgeymslu ásamt breytingum innanhús og útliti.

Afgreiðslu frestað.

 

10.

Sóleyjargata 1, sólstofa

(000.931.15)

Mál nr. SB060077

 

130643-7799 Gyða Jónsdóttir Wells, Sóleyjargata 1, 300 Akranesi

Fyrirspurn Gyðu um hvort fáist að byggja sólstofu við neðri hæð eins og fyrirhugað er á meðfylgjandi rissi.

Erindinu frestað til næsta fundar.

 

11.

Þjóðbraut 1, niðurrif

(000.593.03)

Mál nr. SB060073

 

430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík

Umsókn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar kt. 100755-4679 fh. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. um heimild til þess að rífa húsið og fjarlægja.

Meðfylgjandi ljósmyndir af af útliti hússins.

Gjöld kr.: 5.777,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27. september 2006

 

12.

Garðagrund (Garðal.) 20, niðurrif

(001.855.05)

Mál nr. SB060075

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Umsókn Þorvaldar Vestmann sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs fh. Akraneskaupstaðar um heimild til þess að rífa skúr á lóðinni matshluti 03-0101(fastanr. 221-8883.)

Gjöld kr.: 5.777,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27. september 2006

 

13.

Álmskógar 20, Nýtt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu

 

Mál nr. SB060056

 

030853-2109 Marteinn G Einarsson, Einigrund 18, 300 Akranesi

Umsókn Marteins um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Runólfs Þ.Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings.

Stærðir húss 168,2 m2 - 574,3 m3

bílgeymsla      36,8 m2 - 116,3 m3

Gjöld kr.:  2.845.425 ,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26. september 2006

 

14.

Leynisbraut 29, skýli á verönd

(001.933.26)

Mál nr. SB060076

 

270735-4449 Rafn Hjartarson, Leynisbraut 29, 300 Akranesi

Umsókn Rafns um heimid til þess að loka skýli á verönd og gera gönguhurð, eins og fram kemur á meðfylgjandi  rissi.

Samþykki meðeiganda fylgir.

Gjöld kr.: 5.777,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27. september 2006

 

15.

Álmskógar 9, nýtt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu

 

Mál nr. SB060050

 

101256-3919 Þórir Guðnason, Jörundarholt 122, 300 Akranesi

Umsókn Þóris um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Runólfs Þ.Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings.

Stærðir húss 133,5 m2 - 421,0 m3

bílgeymsla      45,2 m2 - 152,9 m3

Gjöld kr.:  2.626.728,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28. september 2006

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00