Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

8. fundur 20. september 2006 kl. 17:00 - 19:10

8. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, miðvikudaginn 20. september 2006 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður

Helga Jónsdóttir

Magnús Guðmundsson

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

Skipulagsmál

 

1.

Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulag - endurskoðun

 

Mál nr. SU050069

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Greinargerð Ívars Pálssonar hdl. hjá Landslögum lögð fram.

Helga Jónsdóttir vék af fundi.

Nefndin fól sviðsstjóra að fara yfir tillöguna með hönnuði í samræmi við ábendingar í greinargerð Ívars Pálssonar hdl.

 

2.

Hótel á Garðavelli, Umsögn

 

Mál nr. SB060063

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjóra  dags. 14. september 2006 þar sem óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að bygging hótels á Garðavelli geti fyllilega komið til greina en hljóti þó að fara eftir því hvernig slíkar hugmyndir eru fram settar. Tekið er fram að nauðsynlegt yrði að breyta gildandi skipulagi.

Meðan ekki liggja fyrir skýrari upplýsingar um hugmyndirnar getur nefndin ekki tjáð sig frekar um málið.

 

3.

Vegur að Görðum, nafngift

 

Mál nr. SB060064

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga um að skíra veg að safnasvæðinu og kirkjugarðinum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að vegur að Görðum fái nafnið ?Garðaholt?.

 

4.

Krókatún, deiliskipulag

 

Mál nr. SB060066

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda OR við fráveitukerfi þarf að ráðast í vinnslu deiliskipulags fyrir svæðið frá Ægisbraut að lóð Þ og E ehf.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnið verði deiliskipulag fyrir þetta svæði og að sviðsstjóri gangi  til viðræðna við arkitektana Gunnar og Reyni sf.

 

5.

Vesturgata 125, viðbygging

 

Mál nr. SB060067

 

180457-3489 Þórólfur Halldórsson, Seljalandsvegur 67, 400 Ísafjörður

190960-6339 Ólöf Elfa Þrastar Smáradóttir, Seljalandsvegur 67, 400 Ísafjörður

Bréf Þórólfs og Elfu dags. 14.9.2006 þar sem óskað er leyfis til að byggja viðbyggingu ofan á húsið sem er bæði breyting á útliti og aukning á nýtingarhlutfalli.

Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um ábendingar sem fram komu á fundinum.

 

6.

Ægisbraut 27, fiskvinnsla

 

Mál nr. SB060069

 

161244-4659 Börkur Jónsson, Esjuvellir 4, 300 Akranesi

Erindi Barkar Jónssonar dags. 15. september 2006 þar sem hann óskar eftir að fá að starfrækja fiskvinnslu í húsnæði sínu við Ægisbraut 27.

Nefndin samþykkir erindið.

 

7.

Kynningarfundur skipulagsstofnunnar

 

Mál nr. SBxxxxxx

 

Bréf SSV um kynningarfund skipulagsstofnunnar sem haldinn verður að Hótel Hamri þann 12. október n.k. kl. 14.00.

Lagt fram.

 

 

Byggingarmál

 

7.

Suðurgata 20, aðflutt hús og viðbygging

(000.932.10)

Mál nr. SB060026

 

201181-5189 Sigurpáll Helgi Torfason, Krókatún 2, 300 Akranesi

030576-5439 Ole Jakob Volden, Akurgerði 11, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. Sigurpáls Helga og Ole Jakob um heimild til þess að flytja húsið nr. 4 við Breiðagötu á lóðina og byggja við húsið eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.

Stærð húss:  181,9 m2  -  536,6 m3

Gjöld kr.:  2.751.749,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 20. september 2006

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00