Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

120. fundur 31. október 2005 kl. 17:00 - 19:00

120. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, mánudaginn 31. október 2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Edda Agnarsdóttir

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


 

1.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Farið yfir breytingar á greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa.

Árni Ólafsson skipulagshönnuður fór yfir leiðréttingar og lagfæringar á greinargerð og uppdrætti vegna tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraneskaupstaðar fyrir árin 2005-2017.

Lagfæringar og leiðréttingar voru meðal annars gerðar skv. ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar t.d. varðandi samræmingu við tillögur að aðalskipulagi nærliggjandi sveitarfélaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraneskaupstaðar 2005 ? 2017 verði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

2.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi

 

Mál nr. SU050055

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Árni Ólafsson arkitekt fer yfir tillögur um 1. áfanga Skógarhverfis.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulag 1. áfanga Skógarhverfis skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

3.

Smáraflöt, bílaumferð

 

Mál nr. SU050065

 

061059-7769 Ingólfur Hafsteinsson, Smáraflöt 12, 300 Akranesi

Bréf Ingólfs Hafsteinssonar f.h. íbúa við Smáraflöt dags. 19.10.2005 þar sem íbúar tjá áhyggjur sínar vegna aukinnar umferðar við Smáraflöt þar sem íbúðum var fjölgað um 8 og  þeir telja að gatan beri ekki þessa aukningu og velta upp þeirri hugmynd hvort ekki sé hægt að breyta útkeyrslu frá Smáraflöt 3 og 5 þannig að hún komi út á Þormóðsflöt.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur á þessu stigi ekki ástæðu til breytinga á deiliskipulagi þar sem samþykkt breyting á upphaflegu deiliskipulagi fól aðeins í sér fjölgun um 8 íbúðir við Smáraflöt.

  

4.

Þjóðvegur, í þéttbýli - kvörtun

 

Mál nr. SU050066

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 21.október 2005 þar sem erindi Kristínar Þórðardóttur til Vegagerðarinnar um úttekt á þjóðvegi 1 í þéttbýli, vegna hringtorgs við innkeyrslu bæjarins, er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

Lagt fram.

 

5.

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga, skipulagsmál

 

Mál nr. SU050067

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 21.október 2005 þar sem erindi Skipulagsstofnunar um samráðsfund um skipulagsmál er vísað til nefndarinnar.

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti það sem fram fór á fundinum en hann sóttu auk hans Guðný Ólafsdóttir fulltrúi og Magnús Guðmundsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar.

 

6.

Umhverfisstofnun, ársfundur,  náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar 2005

 

Mál nr. SU050068

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Umhverfisstofnunar dags. 21. október 2005 um ársfund 2005, náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar . Fundurinn verður haldinn að Kjarvalsstöðum 17. nóvember kl. 13.00.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Edda Agnarsdóttir og Bergþór Helgason sæki fundinn f.h. nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00