Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

91. fundur 28. febrúar 2005 kl. 16:00 - 18:20

91. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 28. febrúar 2005 kl. 16:00.


Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundssonformaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040063

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Kynningarfundur vegna breytinga á Miðbæjarreit.

Kynningarfundur vegna breytinganna verður haldinn í bæjarþingsalnum þann 14. mars 2005 kl. 20.00.

  

2.

Vogar 7-16, endurskipulagning

 

Mál nr. SU050007

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 11. febrúar 2005 þar er skipulags- og umhverfisnefnd er falið að endurskipuleggja lóðir 7-16 í Vogahverfi í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að boða höfund deiliskipulagsins á næsta fund nefndarinnar.

  

3.

Vesturgata 14, skilgreining á byggingareit

 

Mál nr. SU040095

 

610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi

Lagfærður uppdráttur Runólfs Sigurðssonar f.h. Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðnar breytingar og leggur til að bæjarstjórn samþykki að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Grenndarkynningin nái til Vesturgötu 10, 12, 16 og Bárugötu 15, 17, 19, 21 og 23.

 

 

4.

Garðagrund 3, breyting á lóð og lóðarmörkum

 

Mál nr. SU050008

 

090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar dags. 24. febrúar 2005  f.h. Sveins Knútssonar um breytingar á lóð Garðagrundar 3. Breytingarnar felast í að færa grenndarstöð til sorpflokkunar yfir göngustíg og stækka lóðina nr. 3 um það svæði sem grenndarstöðinni var ætlað. Byggingarreitur verði færður til um 3 metra í norður þannig að það verði 3 metrar í lóðarmörk norðan við húsið, einnig verði byggingarreiturinn breikkaður að svæðinu sem var ætlað undir grenndarstöð. Sótt er um að mega gera inngangsanddyri á suðuhlið hússins sem nær 2 metra útfyrir bundna byggingarlínu og að það megi vera allt að 5 metra breitt. Bílastæði verði færð nær húsinu um 1,5 metra og rýmka þannig snúningssvæði aftan við bílastæði. Vörumóttaka og gámur fyrir verslunina verði við vesturenda hennar.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á breikkun á byggingarreit til norðurs en ekki er fallist á stækkun lóðarinnar við Garðagrund 3.

Varðandi beiðni  um færslu á bílastæðum og gönguleið þarf að liggja fyrir samþykki eigenda lóðarinnar við Garðagrund 1.  Lögð er áhersla á greiða 2 metra breiða  gönguleið í gegnum Garðagrund 1 og 3.

  

5.

Höfðasel 2 - 4, Stækkun lóðar

 

Mál nr. SU040094

 

701267-0449 Þorgeir og Helgi hf, Höfðaseli 4, 300 Akranesi

080635-3039 Jóhannes Ingibjartsson, Esjubraut 25, 300 Akranesi

Breytingin var grenndarkynnt fyrir lóðarhafa Höfðasels 1. Sigurjóni Runólfssyni og hefur hann staðfest að hann hafi engar athugasemdir við breytinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði send bæjarstjórn til samþykktar.

 

 

6.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Minnispunktar frá kynningarfundinum um Aðalskipulag Akraness sem haldinn var í Grundarskóla miðvikudaginn 23. febrúar 2005 lagðir fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að haldinn verði fundur nefndarinnar og ráðgjafa með öllum bæjarfulltrúum . Lagt er til að fundurinn verði 8. mars kl. 16.00 til 17.00 í bæjarþingsalnum.

 

7.

Hvítanesreitur - hluti Akratorgsreits, aðalskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050009

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar Akraness dags. 22. febrúar 2005 þar sem fram kemur samþykkt bæjarstjórnar vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar ásamt uppdrætti um breytingu á aðalskipulagi.

 

Samþykktin er svohljóðandi:

 

"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gerð verði óveruleg breyting sbr. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73, 1997, á aðalskipulagi Akraness 1992-2002 fyrir Hvítanesreit í samræmi við uppdrátt þar sem tilgreint er að Akurgerði verði lokað við Kirkjubraut. Bæjarstjórn tekur að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Bæjarstjóra er falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar."

 

Lagt fram.

  

8.

Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýr uppdráttur frá Hönnun lagður fram.

Sviðsstjóra falið að koma á framfæri smávægilegum lagfæringum á uppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að uppdráttur með umræddum breytingum verði auglýstur skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

9.

Lóð milli Faxabrautar og Jaðarsbrautar, umsókn

 

Mál nr. SU050010

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs, vegna umsóknar Soffíu Magnúsdóttur og Jóns Hauks Haukssonar um lóð milli Faxabrautar og Jaðarsbrautar (austan við núverandi athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar) þar sem bæjarráð beinir þeim tilmælum til nefndarinnar að nefndin ræði við umsækjendur.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að boða umsækjendur um lóð milli Faxabrautar og Jaðarsbrautar á næsta fund nefndarinnar þann 14. mars n.k.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00