Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

69. fundur 17. ágúst 2004 kl. 16:00 - 18:15

69. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18 , þriðjudaginn 17. ágúst 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson
Þráinn Elías Gíslason
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt  Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð1. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU040063

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi
Fyrirspurn Björns S. Lárussonar f.h. Skagatorgs ehf. dags. 26.07.2004 um álit nefndarinnar á breytingum á nýsamþykktu deiliskipulagi Miðbæjarreits.
Ný tillaga lögð fram ásamt skýringum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi að því undanskildu að grænt svæði  og torg fyrir sunnan verslunarmiðstöðina verði óbreytt frá gildandi skipulagi. Þá skal skyggni yfir aðkomu almennings verða að minnsta kosti þriggja metra breitt.
Breytingin felur í sér í aðalatriðum að byggingarreitur stækkar 10 metra til austurs og 4 metra til norðurs, en þó ekki nær íbúðarbyggð en á gildandi skipulagi. Einnig er hæð verslunarmiðstöðvar takmörkuð við eina hæð í stað tveggja að hluta áður. Samhliða eru bílastæði austan og norðan verslunarmiðstöðvar tengd saman.
Breytingin verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri.

 

2. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi
Bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. ágúst lagt fram.

Sviðsstjóra tækni-og umhverfissviðs falið að svara erindi úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í samráði við lögmann Akraneskaupstaðar.

 

3. Brautir  - Vallarbraut, deiliskipulag, lóðir undir raðhús  Mál nr. SU040057

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Teikningar og greinargerð frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lagðar fram til samþykktar.


Skipulags- og umhverfisnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir við tillögu að nýju deiliskipulagi Vallarselsreitar:
a) Vegna þéttleika verði raðhúsum fækkað um eitt.
b) Gerð verði grein fyrir bílastæðum við ný hús á uppdrætti auk bílastæða við leikskóla.
c) Gerð verði grein fyrir snúningssvæði fyrir bíla við enda Vallarbrautar.
Nefndin óskar eftir að uppdráttur verði lagfærður og lagður fyrir næsta fund.


4. Flatahverfi klasi 1 og 2 - v/Eyrarflöt 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU040012

Deiliskipulagstillaga Magnúsar H. Ólafssonar v. Eyrarflatar 2 lögð fram skv. síðustu bókun.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi með smávægilegum breytingum vegna bílastæða.
Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Breytingin verði grenndarkynnt aðliggjandi  lóðum við Eyrarflöt og Dalsflöt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Grenndarkynning nái til lóðarhafa við Eyrarflöt 1,3 og 4 og Dalsflöt 5 og
7.

 

5. Smiðjuvellir - Esjubraut 47, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU040052

090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Teikningar og greinargerð frá Runólfi Sigurðssyni tæknifræðingi lagðar fram þar sem tekið er tillit til ábendinga nefndarinnar frá síðasta fundi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulaginu. Breytingin verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Nefndin vill koma með ábendingu um að æskilegt væri að lagerbygging verði ekki nær Esjubraut en bygging á Kalmansvöllum 2.
Þráinn Gíslason situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

6. Staðardagskrá 21 - málþing, Málþing á Akureyri  Mál nr. SU040073

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 5. ágúst 2004 lagt fram til umfjöllunar, þar sem  verið er að kynna málþing um Staðardagskrá 21 sem á að vera á Akureyri 10.sept. 2004 í Ketilshúsinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að fulltrúi bæjarins sæki fundinn. Sviðsstjóra falið að tilnefna fulltrúa.

 

7. Svæðisskipulag sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012, Hafnarsel, Leirár og Melahreppur  Mál nr. SU040074

590269-5149 Skipulagsstjóri ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Bréf Guðrúnar Höllu Gunnarsdóttur f.h. Skipulagsstofnunar dags. 4. ágúst 2004 um breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar þar sem verið er að óska eftir breytingu á Hafnarseli í Leirár- og Melahrepp.
Bréfið lagt fram.
Lagt fram
.

 

8. Kaffi 15, Umsögn vegna nýs leyfis til áfengisveitinga  Mál nr. SU040072

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 3. ágúst 2004 þar sem hann óskar umsagnar á nýju leyfi til almennra áfengisveitinga fyrir Rebekku Jóhannsdóttur kt. 180681-4429, Fífumóa 5b, Reykjanesbæ, vegna veitingastaðarins Kaffi 15, Kirkjubraut 15, Akranesi.
Sviðsstjóri tækni og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi umsóknina sem er í samræmi við skipulagsskilmála fyrir viðkomandi svæði.


Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15


 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00