Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

19. fundur 17. mars 2003 kl. 15:30 - 17:30

19. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 17. mars 2003 kl. 15:30.

______________________________________________________________

 

Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson formaður,  Lárus Ársælsson,  Kristján Sveinsson,  Ingibjörg Haraldsdóttir varamaður.
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann Magnússon sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hrafnkell Á Proppé umhverfisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.

______________________________________________________________


1. Olíudreifing ehf, skipting lóðarinnar að Hafnarbraut 3A  Mál nr. SU030016
660695-2069 Olíudreifing ehf., Gelgjutanga, 104 Reykjavík
Áður frestuðu erindi frá Olíudreifingu ehf. dags. 17. febrúar 2003 vegna skiptingu lóðarinnar að Hafnarbraut 3A á Akranesi. Ýmis gögn varðandi málið fylgja erindinu.

Umrædd lóð er ekki nema að hluta til í samræmi við gildandi deiliskipulag.  Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu hennar.


2. Flatahverfi, klasi 9, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030011
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Flatahverfi, klasa 9.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og leggur til að breytingin verði auglýst skv. 25. gr. skipulags og byggingarlaga.  Gengið verði frá  endanlegum uppdráttum í samræmi við fyrri bókanir og í samráði við skipulagsfulltrúa.


3. Skarðsbraut 6, stækkun leikskóla (000.671.01) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Stækkun leikskólans Vallarsel.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að farið verði með stækkun leikskólans í grenndarkynningu skv. 7.mgr. 43.gr. skipulags- og byggingarlaga  þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Nefndin leggur áherslu á að málinu verði hraðað og felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.


4. Skólabraut 2-4, innkeyrsla  Mál nr. SU030024
430299-2719 Útlit ehf., Skólabraut 2-4, 300 Akranesi
Bréf Þorsteins Vilhjálmssonar dags. 16. febrúar 2003 f.h. Útlits ehf. Skólabraut 2-4, þar sem óskað er eftir að fá innkeyrslu meðfram húsinu að norðan að innkeyrsludyrum á suðurhlið.

Málið kynnt fyrir nefndinni. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að skoða málið og leggja tillögu fyrir nefndina.


5. Lokun Sunnubrautar,   Mál nr. SU030006
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi frá bæjarstjóra dags. 16. janúar 2003 vegna lokunar Sunnubrautar við Akurgerði. Leitað hefur verið álits íbúa og lögregluyfirvalda um að gera Sunnubraut að einstefnugötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur leitað álits og leggur til að akstursstefna á Sunnubraut verði áfram í báðar áttir.


6. Umferðarmál, bréf  Mál nr. SU030013
131034-4909 Huldar Ágústsson, Laugarbraut 25, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Bréf frá Huldari Ágústssyni vegna umferðarvandamála við Akurgerði.

Málið hefur verið kynnt lögregluyfirvöldum og mun verða skoðað í samvinnu við þau.


7. Stefnumótun Jaðarsbakkasvæðis og Langasands, skipan fulltrúa í starfshóp  Mál nr. SU030023
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs, dagsett 28.02.2003, vegna starfshóps um stefnumótun Jaðarbakkasvæðis og Langasands. Óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd skipi fulltrúa.

Skipulags- og umhverfisnefnd skipar Eddu Agnarsdóttur sem fulltrúa í starfshópinn.


8. Aðalskipulag Akraness, Staða  Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála.

Skipulags- og umhverfisnefnd stefnir að íbúaþingi laugardaginn 26. apríl nk. í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.  Samþykkt að halda sérstakan fund um aðalskipulagsgerð mánudaginn 24. apríl nk.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00