Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

8. fundur 21. október 2002 kl. 15:30 - 17:10

8. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 21. október 2002 kl. 15:30.

Mættir: Magnús Guðmundsson, formaður
 Edda Agnarsdóttir
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Lárus Ársælsson
 Reynir Leósson

Einnig sátu fundinn Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi og Hrafnkell Á. Proppé, umhverfisfulltrúi sem ritaði fundargerð.
 1. Fundur Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga,    Mál nr. SN020036
Umhverfisfulltrúi segir frá fundi Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn var í Garðabæ 18. og 19. október 2002.
Umhverfisfulltrúi sagði frá fundi Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.  Hann lagði sérstaka áherslu á mál sem hann taldi mikilvæg fyrir Akranes varðandi málaflokkinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd þarf sérstaklega að móta verklag og taka upp ný vinnubrögð vegna framkvæmdaleyfa hjá bæjarfélaginu.  Nefndin mun gera tillögu til bæjarstjórnar um verklag í samræmi við lög og reglur.

2. Garðabraut 2, deiliskipulag, breyting.   (00.068.101) Mál nr. SN020002
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Runólfi Þ. Sigurðssyni fyrir hönd lóðarhafa á ofangreindri lóð skv. bréfi dags. 7. október 2002 og bygginganefndarteikningum. 
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að leyfa íbúðir á fyrstu hæð  og leggur til að breytingin verði lögð formlega fyrir nefndina.   Nefndin telur þó óæskilegt að stækka lóð til vesturs við Faxabraut.

3. Steinstaðaflöt 25-35, deiliskipulag, breyting    Mál nr. SU020021
191057-3339 Þorvaldur Þorvaldsson, Hjaltabakka 2, 109 Reykjavík
Óskað er eftir að breyta 6 raðhúsalóðum við Steinstaðaflöt 25 - 35 í fjölbýlishúsalóð með 12 íbúðum. Jafnframt að fella niður bílgeymslur og fjölga bílastæðum á lóð og að lengja götuna. Bréf Þorvaldar Þorvaldssonar dags. 18. október 2002 fylgir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Þar sem klasi 4 gerir ráð fyrir mjög þéttri byggð er ekki forsvaranlegt að þétta hana enn frekar.

4. Skarðsbraut 6., deiliskipulag.   (00.067.101) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Áður frestuðu erindi bæjarráðs dags. 19. sept. 2002 varðandi hugmyndir um stækkun leikskólans Vallarsel við Skarðsbraut 6, með tilliti til byggingarreits og nauðsynlegrar lóðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að  erindið verði grenndarkynnt á grundvelli byggingarnefndarteikninga skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem ekki  er til staðfest deiliskipulag af svæðinu.
 5. Skipulagsáætlanir, Staða skipulagsmála    Mál nr. SU020011
Áður frestuðu máli um yfirlit yfir stöðu skipulagsmála og áætlanir um skipulagsvinnu.  Lögð fram kostnaðaráætlun yfir skipulagsvinnu á árinu 2003 og bréf bæjarráðs dags. 11. október 2002 varðandi endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögu um skipulagsvinnu fyrir næstu 4 ár til bæjarráðs. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti kostnaðaráætlun að upphæð 9,4 mkr.  fyrir skipulagsvinnu fyrir árið 2003 og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2003.

6. Dalbraut 2, bílastæðamál    Mál nr. SU020022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra, Gísla Gíslasonar, dags. 04. október 2002, þar sem óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd fjalli um erindið.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  17:10

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00